mánudagur, júní 20, 2005
"Litla lífið"
Ríkissjónvarpið á það svolítið til að vera með mjög góðar myndir seint á kvöldin þegar flestir eru farnir að sofa. Datt inn í eina slíka í gær og ég gat ekki hætt að horfa þannig að hún var kláruð uppí rúmi. Fjallaði um fyrirbura sem fæddist á 23 viku meðgöngu og baráttu hans og foreldra hans fyrir lífinu. Þessi mynd hafði ekki mikið yfir sér en var alveg mögnuð og lýsti sálarkvölum foreldranna ansi vel, vonum þeirra og samskiptum við starfsfólk spítalans. Móðirin var orðin nánast vitstola af áhyggjum og spennu yfir barninu enda komst ekkert annað að hjá henni en að koma barninu í gegnum þetta. Það voru nokkur tár sem féllu hjá mér þegar myndinni lauk enda kom hún ansi mikið við mann. Snilldarmynd.