fimmtudagur, júní 30, 2005

 

Pökkuð helgi

Þoli ekki þegar ég get og vil vera á mörgum stöðum á sama tíma.. get það samt ekki nema klóna mig. Ég er að tala um brjálaða helgi framundan; árgangsmót á Sigló, Pollamót á Akureyri, brúðkaup í Reykjavík og goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Af öllu þessu þurfti ég að velja einn kost. Ég fer á Sigló sem er reyndar löngu ákveðið. Langar samt hrikalega með stelpunum á Akureyri, fékk svona fíling á æfingu í gær... svona 10 ára fíling að vera að fara í túrneringu og allt það, ekki skemmir heldur Sálarballið í Sjallanum sem er að vísu ekki "10 ára fílingur", en svona er þetta, fer bara næst og þá í miklu betra formi ;o) Eins er vinafólk að koma á goslokahátíðina (og þá flý ég bara af eyjunni) og vinafólk að gifta sig með tilheyrandi dúndurpartýi í Reykjavík..... og það eru 52 helgar á árinu, furðulegt að ein helgi skuli vera svona vinsæl.
Eitt enn.... ég skil ekki sumarbrúðkaup.... allir í ferðalögum um allt og sumarfríi og vesen, ég ætla sko að gifta mig um hávetur þegar fólk er búið að taka sumarfríið sitt og hefur ekkert betra að gera um helgar nema fara í brúðkaup.

þriðjudagur, júní 28, 2005

 

Ristabrauðssamlokan

Keypti mér svona ristapoka um daginn. Var búin að láta auglýsinguna frá Myllunni mata mig á hvað þetta væri nú ferlega sniðugt. Leit nú ansi vel út í sjónvarpinu; Myllubrauðssamloka, ostur, skinka, sósa og grænmeti á milli og þetta var svo auðvelt bara beint í ristapokann og í ristabrauðsvélina. Kom þessi líka flotta samloka út, snyrtilegt og tók minnstan tíma.
Það er næsta víst að ég hefði ekki fengið hlutverk í þessari auglýsingu.
Ætlaði sko aldeilis að prófa þetta og bjó til þessa fínu samloku (auðvitað úr Myllubrauði)....... en samlokan vildi ekki í ristapokann, ég þurfti að troða henni í og þetta var ekki snyrtilegt því pokinn var allur orðinn út úr sósu samt gerði ég alveg eins og í auglýsingunni. Samlokan fór að lokum ofaní pokann og þá var næsta verk að koma henni í ristabrauðsvélina og ekki tók betra við. Ég viðurkenni að ég hamaðist aðeins við þetta og ýtti vel ofaná hana en nei hún fór ekki ofaní og allan tímann þrjóskaðist ég við og hugsaði um auglýsinguna, nei ristabrauðsvélin í auglýsingunni var sko ekkert stærri en mín. Að lokum gafst ég upp og tók samlokuna út úr pokanum, hálfkramda og ógirnilega, skellti henni á mínútugrillið og á diskinn. Ég þarf greinilega að kaupa mér stærri ristabrauðsvél til að geta notað þessa æðislega sniðugu ristapoka frá Myllunni.

mánudagur, júní 27, 2005

 
Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.

 

Á þjóðhátíð ég fer, fer, fer ...........


Það verður að segjast að það er kominn nettur þjóðhátíðarfiðringur í mann. Við Hjördís Jó búnar að nostra við "þjóðhátíðarniðurtalningardagatalið" og skv. áreiðanlegum heimildum frá Bigga Stef á að byrja að flytja dót niður í dal í vikunni..... skyldurúntur niður í dal á hverjum degi núna.

föstudagur, júní 24, 2005

 

24. júní


"Ég á afmæli í dag,
ég á afmæli í dag,
ég á afmæli í daaaaag,
ég er twenty-nine í dag"


.... og finnst ég ekki mínútunni eldri en 17.

fimmtudagur, júní 23, 2005

 

Ónýt


Þar kom að því, ég er slösuð eftir æfingu í gær, haltra um eins og aumingi. Svona er að halda að maður sé enn 17 og geti gert allt sem maður vill. Steig eitthvað asnalega í vinstri fótinn þegar ég var að skjóta og *klikk, bamm og búmm*.... og í ofanálag er ég með hælsæri dauðans á sama fæti takk. Hlakka samt til að mæta á næstu æfingu og vonandi verða fleiri, allt of fáar í gær.

þriðjudagur, júní 21, 2005

 

Tommi Krús

Það hefur orðið nokkuð fjölmiðlafár yfir ástarmálum Tom Cruise. Samband hans við Katie Holmes á að vera auglýsingabrella og tilraun hans til að ná til yngri markhóps. Mér fannst þetta firra þegar ég sá þessar vangaveltur fjölmiðla fyrst en..... þau eru búin að trúlofa sig..... eftir tveggja mánaða samband. Ég veit ekki..... það er aldrei að vita upp á hverju þetta fólk tekur til að vekja á sér athygli og þess vegna fannst mér þessi skyndilega trúlofun vera eitthvað gruggug. Í mesta fárinu þá biður hann hennar uppi í Eiffelturni í París (eða var það ekki þar).... annars er mér nokk sama en það er gaman að velta þessu fyrir sér og spekúlera í fræga fólkinu og mikið var ég reið fyrir hans hönd þegar helv... #&%/#/%"#$ maðurinn sem tók viðtal við hann sprautaði framan í hann vatni.... ömurleg vanvirðing og Tommi, var auðvitað "dead sexy" þegar hann jós yfir hann skammaryrðunum. Bara flottur.

mánudagur, júní 20, 2005

 

"Litla lífið"

Ríkissjónvarpið á það svolítið til að vera með mjög góðar myndir seint á kvöldin þegar flestir eru farnir að sofa. Datt inn í eina slíka í gær og ég gat ekki hætt að horfa þannig að hún var kláruð uppí rúmi. Fjallaði um fyrirbura sem fæddist á 23 viku meðgöngu og baráttu hans og foreldra hans fyrir lífinu. Þessi mynd hafði ekki mikið yfir sér en var alveg mögnuð og lýsti sálarkvölum foreldranna ansi vel, vonum þeirra og samskiptum við starfsfólk spítalans. Móðirin var orðin nánast vitstola af áhyggjum og spennu yfir barninu enda komst ekkert annað að hjá henni en að koma barninu í gegnum þetta. Það voru nokkur tár sem féllu hjá mér þegar myndinni lauk enda kom hún ansi mikið við mann. Snilldarmynd.

laugardagur, júní 18, 2005

 

Alfie


Sá þessa fínu mynd á videó í gær. Hélt þetta væri algjör kerlingamynd en ... nei alls ekki. Skemmtileg flétta, flott myndataka og klipping og bara töff mynd og auðvitað vel leikin. Jude Law skemmir heldur ekki fyrir. Farið og náið í þessa ef þið eruð ekki þegar búin að sjá hana.

föstudagur, júní 17, 2005

 

Duran Duran


Alveg er ég miður mín að komast ekki að sjá gömlu átrúnaðargoðin mín. Þó ég hafi ekki verið há í loftinu (og er reyndar ekki enn) kannski um níu,tíu ára gömul þá elskaði ég Simon John Charles Le Bon. Ég átti líka allt með hljómsveitinni eins og góðum aðdáanda sæmir; plagöt, hálsmen, pennaveski, nælur, möppu, tösku, boli, húfu og fleira og fleira glingur.
Sá að þeir eru að gefa út Greatest Hits plötu núna... ætli ég verði ekki að láta mér hana nægja.

fimmtudagur, júní 16, 2005

 

Alveg lurkum lamin..

.... eftir fótboltaæfingu í gær en djö.. var gaman. Þrátt fyrir miklar harðsperrur í lærum, stirðleika í höndum og hælsæri þá hlakka ég til að fara á næstu æfingu. Finnst verst að komast ekki á mótið á Akureyri sem þurfti auðvitað að vera "bókuðustu" helgi sumarsins (fyrir utan Þjóðhátíð) 1-3 júlí.

miðvikudagur, júní 15, 2005

 

Eftirvænting

Það er ekki laust við að ég finni fyrir eftirvæntingu og fiðring í löppunum. Það er fótboltaæfing í kvöld. Verður fróðlegt að sjá hvort maður finni gömlu taktana aftur eða gefist upp eftir upphitun.
Veit fyrir víst að það verður ekki fiðringur í löppunum á mér á morgun, á frekar von á stórum harðsperrum.... en það er bara gaman.

þriðjudagur, júní 14, 2005

 

Nýtt heimili

Ég er komin með nýtt heimilisfang. Var orðin svo pirruð á "blogvesen.central.is", vesen að setja inn myndir, vesen að skrifa inn (átti stundum til að hverfa heilu ritgerðirnar) og svo er eins og gömlu færslurnar týnist bara, allavega þetta átti að vera voða "idiotproof" en ..... ekki alveg að virka fyrir mig.
Annars er langt síðan ég skrifaði seinast en margt búið að ske. Helsta á döfinni er að fara að æfa fótbolta aftur.... puuufffff, hef ekki spilað fótbolta örugglega í tíu ár núna, eða meira.. svei mér þá. Allavega búin að redda mér takkaskóm og ready í æfingu á morgun hjá Eðalkonum ÍBV.

föstudagur, júní 10, 2005

 

Hvernig lítur þetta út ?

Langaði að prófa annan stað... orðin leið á blog.central

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<