föstudagur, september 29, 2006

 


Ég fékk sendingu frá Alla frænda í Ameríkunni í gær. United 93 DVD diskurinn og vá þvílík gleði. Ég er búin að bíða spennt eftir að sjá þessa mynd og örugglega búin að horfa á trailerinn 10 sinnum. Uppáhaldsfrændinn fylgist greinilega vel með hér á blogginu og leysti vandamálið svona létt þegar ég var að vandræðast yfir hvort ég ætti á ball eða til Reykjavíkur í bíó. Pakkinn kom reyndar aðeins of seint og ég fór á ballið... en húmorinn skilaði sér, ekta "Alla-húmor".
Ég gat auðvitað ekki beðið og fór að ráðum Alla, poppaði og horfði á myndina í gær. Þessi mynd olli mér sko ekki vonbrigðum, hún var algjör snilld og mæli ég hikstalaust með henni. Það sem mér fannst sniðugast í henni var að það var enginn þekktur leikari og gerði það myndina raunverulegri. Myndatakan var einnig snilld og sýndi þetta kaos svo vel sem einkenndi þennan dag. Frábært eintak... ég ætla að horfa á hana aftur og aftur.
Þúsund þakkir enn og aftur Alli. Við familían ætlum að byrja að spara fyrir næstu USA ferð og þá lofum við að stoppa aðeins lengur hjá þér.... vandamálið er bara flugið.. ég veit ekki hvort ég þori.

fimmtudagur, september 28, 2006

 
Alveg er mér sama með þessar virkjanir þarna á Kárahnjúkum og ég reyndar fatta ekki þessi endalausu mótmæli ennþá, dettur bara í hug málshátturinn "betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofaní"(eða hljómaði hann ekki svona annars). Allt í einu flykkjast ferðamenn að þessum stað núna... ætli ferðafrömuðir þessa lands hafi nokkuð vitað af þessum Kárahnjúkum áður. Ómar Ragnars að missa sig yfir þessu og heimtar að við kaupum stífluna.... til hvers ???? held hann sé að verða bull í koll núna kallinn. Þeir mega virkja klósettið heima hjá mér fyrir mér.... en nei.. ætli það fyllist ekki allt af mótmælendum heima hjá mér þá... hmmmmm..... "Ísland úr Nato" !!!!

miðvikudagur, september 27, 2006

 
Merkilegt hvað hreyfing hefur góð áhrif á mann... maður kemst bara í stuð eftir að hafa hlaupið aðeins og svitnað..yndislegt. Það er búinn að vera einhver leiðindar hundur í mér bæði í gær og í morgun og viti menn... ég skildi hann bara eftir inní dal og hljóp brosandi restina. Lovlí.

þriðjudagur, september 26, 2006

 
Eru konur með tvö börn duglegri en konur með eitt barn?
Eftirfarandi comment fékk ég um daginn og ég get sagt það að ég varð sótrauð af reiði.
"Hvernig er það á ekki að fara að koma með annað eins og xxxx, hún er svo dugleg að hún er að koma með sitt annað barn"
...uuuu er ég þá aumingi....að vinna allan daginn alla daga og ala upp barn í leiðinni... hver getur sagt mér það að kona í fæðingarorlofi með tvö börn sé duglegri en kona á vinnumarkaði með eitt barn...ég hef alveg verið í fæðingarorlofi og þetta var lúxuslíf.. vildi að ég gæti upplifað það oftar en ég myndi ekki telja mig duglega fyrir það... kannski bara heppna. Ég get aldrei sætt mig við þessa athugasemd... og ég tala nú ekki um óaðgætnina og hvað fólk getur látið út úr sér hikstalaust og án þess að pæla. Það getur ýmislegt verið á bakvið barnleysi eins og t.d. ófrjósemi og hvað gera svona athugasemdir annað en að skvetta olíu á eldinn.

sunnudagur, september 24, 2006

 
Ég tek til baka gagnrýni mína á Stöð 2 fyrir að sýna Fóstbræðraþættina í hundraðasta sinn. Þetta er ógeðslega fyndið, mætti bara vera aðeins seinna því ég horfi auðvitað alltaf á Spaugstofuna líka hehehehe, algjör snilld þessir þættir.
Ég og nágrennið mitt lenti í vatnsleysi á laugardaginn og enginn vissi neitt eða hvað þetta yrði lengi. Ég var að brjálast yfir að geta ekki fengið mér kaffi um morguninn en bjargaði því með því að taka vatn úr brúsanum sem ég nota til að vökva blómin, ég gat ekki þvegið mér í framan, þvegið hendurnar á mér, sturtað niður, þvegið í kringum mig með borðtusku, notað uppþvottavélina og fleira og fleira. Ég var allavega voða þakklát fyrir vatnið þegar það kom aftur ca 8 klukkutímum seinna... aðeins of lengi að mínu mati og að vita ekkert um það fyrirfram. Mamma lánaði mér vatn í tvo tveggja lítra Pepsi brúsa þannig að kaffið reddaðist allavega á heimilinu.
Lovlí rólegheitahelgi annars að öðru leyti, horfði á tvær dvd; Firewall með Harrison Ford; fínasta afþreying en algjör amerísk formúlumynd og svo Half Life með Demi Moore; betra en sú fyrri og sem betur fer horfði ég á hana á sunnuDEGI..... varð svolítið hrædd... enda má ég nú ekki við miklu.
Ein spurning, hvort á ég að setja 10.000 kr. mánaðarlega inn á höfuðstólinn á íbúðalánasjóðsláni eða 10.000 kr. mánaðarlega inn á sparnaðarbók ????
...eða bara bæði ???!!!!

föstudagur, september 22, 2006

 
Ekkert smá sniðug könnun hér. Sýnir sig að gatnakerfið í borginni er löngu sprungið.

miðvikudagur, september 20, 2006

 
Ég var að komast að því að ég er að hlaupa rétt tæpa þrjá kílómetra þrisvar í viku sem er bara nokkuð gott. Vinstra hnéð er þó ekki alveg sammála því að það sé eitthvað gott og mótmælir kröftuglega. Hef ekki fundið fyrir svona mótmælum síðan ég var í boltanum hérna í den. Ég er því búin að fjárfesta í þessari fínu hita og stuðningshlíf fyrir hnéð og vonandi gerir það eitthvert gagn... mér þykir nefnilega gaman að hlaupa með músík í eyrunum. Mér finnst það eins gaman og ég fæ eins mikið út úr hreyfingunni eins og mér finnst leiðinlegt og langdregið að labba og ég svitna bara ekki við það. Ég var þó ekki spenntari og montnari en það yfir hnéhlífinni um daginn en að ég gleymdi henni og fattaði það þegar ég var komin hálfa leið að mér var illt í hnénu.. já hlífin gerir ekkert gagn inní skáp.
Fór í saumó til Önnu Huldu í gærkvöldi og jeminn hvað það var gott að borða hjá henni og á morgun er frænkó hjá Önnu Sirrý og það verður ekki síðra þar ef ég þekki hana frænku rétt... þetta er allt að startast fyrir veturinn, farið að dimma og kólna, sjónvarpsdagskráin að verða betri og betri, kertatíminn að koma og það vantar bara snjóinn...grrrrrr.
Hvenær byrja Lost og Prison ????

mánudagur, september 18, 2006

 
Þetta samtal átti sér stað að morgni sunnudagsins 17. september.
Brynjar: "Hvar varst þú eiginlega allt ballið" ?
Ég: "Ég var sko bara að dansa við Gumma"
Brynjar (setti upp augu) "Ha ! Gumma ?????"
Ég: "Já (hneyksluð) Gumma Jóns" !!!!!

Hrikalega var gaman og takk þið snillingar sem kíktuð í heimsókn til mín fyrir ballið.
Núna er maður svo allur lemstraður, með nokkra marbletti á hnjánum og hrikalegan hálsríg, hélt ég væri bara að festast í hálsinum í gær.
Um næstu helgi er svo árshátíð sparó og ég nenni ekki. Held að þetta ball dugi mér næstu mánuði.

föstudagur, september 15, 2006

 
Ég er bara alveg bit. Hvað er í gangi á Stöð 2 ? Þeir eru að fara að sýna Fóstbræðraþættina aftur og á besta tíma. Hvað erum við oft búin að sjá Fóstbræður ?? Ég er búin að sjá þessa þætti nokkrum sinnum allavega og mér finnst ófært að vera að borga fullt af penge í áskriftargjöld fyrir endalausar endursýningar og hananú. Ég er samt ekkert að fara að hætta með Stöð 2 sko en ..... fannst nú samt alveg næg ástæða til þess með þessa Það var lagið ógeðisþætti.... en nei ég heiti Matthildur og ég er sjónvarps-holic. Hata samt "Það var lagið" eins mikið og ég elska "Greys".

Fékk langþráða símhringingu áðan frá Bókasafninu, Englar og Djöflar voru að koma inn.....ef ég sést ekki á Sálarballinu á morgun þá er ég heima á bólakafi við lestur. Ætli Kolla frænka hafi verið að skila henni... ég var allavega farin að gefa henni illt auga. Get ekki beðið eftir að komast í hana þessa júhúúú.

miðvikudagur, september 13, 2006

 
Hrikalega eru þessar auglýsingar frá KFC leiðinlegar. Þær eru þess valdandi að ég fer aldrei á KFC... ekki það að ég sé vön því en vá þær bara ýta manni enn lengra í burtu. Bara lagið í þeim gefur mér kaldan hroll frá tám.

þriðjudagur, september 12, 2006

 
Mér skilst það að flest börn eru orðin læs þegar þau byrja í 6 ára bekk. Hvernig stendur á því og er sú virkilega raunin ? Eru foreldrar að keppast við að kenna börnunum að lesa áður en þau byrja í skóla eða er það gert á leikskólanum ? Eiga skólarnir ekki að sjá um þennan þátt ? Mér var t.d. kennt að lesa í 6 ára bekk. Líta foreldrar þannig á málið að fyrst að þetta barn kunni að lesa þá verð ég að kenna barninu mínu líka að lesa áður en það byrjar í skóla. Ég fatta þetta ekki.
Á ég að fara að kenna dóttur minni að lesa núna..... æ ég veit ekki, mér finnst þetta bara vera hlutverk skólans en ef öll önnur börn eru orðin læs þá má hún ekki vera á eftir eða hvað ?

laugardagur, september 09, 2006

 

Hvaða tilviljun er það að akkúrat í dag kom tengingarmaður til að tengja skjáseins digital sjónvarpið hjá mér og með því fylgir Sirkus og í dag er akkúrat dagurinn sem Sirkus er að sýna beint frá tónleikum Robbie Williams og ég er búin að bíða frá áramótum eftir því að þetta yrði tengt........ þetta er ekki tilviljun - mér var gjörsamlega ætlað að sjá þessa tónleika á Sirkus. Afhverju er ég ekki búin að fara á tónleika með Robbie... ég kann flest lögin hans og myndi örugglega sóma mér vel fremst við sviðið í hlýrabol merktum "Robbies Angels". Hrikaleg snilld er þessi maður.

föstudagur, september 08, 2006

 
Úfff hvað ég er fegin að það er föstudagur enn og aftur. Ég ætla ekki að gera neitt um helgina eða jú... fer kannski í smá lundapysjurúnt með litlu dúlluna og það er allt og sumt. Annars er ég enn að hugsa um hvort ég eigi að fara á Sálarball um næstu helgi eða fara til Reykjavíkur og kíkja í bíó á United93... þetta er mikið og erfitt vandamál að velja um en það hlýtur að skýrast eftir helgi.
Eitt enn.... hver sagði að Alkemistinn væri góð bók ????? Oh my god.... ég er rúmlega hálfnuð á henni og ég er nú ekki alveg sammála því að hún sé eitthvað góð.... hún er allavega ekki að klófesta mig og ég eiginlega hlakka bara til að klára hana því jú... ég ætla nú ekki að gefast upp á henni. Ég er svo að bíða eftir Englum og Djöflum, Dan Brown er sko algjörlega í uppáhaldi hjá mér núna, það lá við að ég læsi Blekkingarleik á meðan ég var að elda, sú var spennandi.

Að öðru. Það er greinilegt að ég er mamma dóttur minnar. Hún var að fara á sína fyrstu alvöru fimleikaæfingu um daginn. Hún heimtaði að fara í spænska landsliðsbúningnum í fótbolta og með fótboltalegghlífarnar..... jiiii greinilegt að sumir eru að ala upp litla fótboltastelpu. Ég náði að sleppa legghlífunum en í búningnum fór hún og mikið var ég fegin að sjá aðra stelpu í stuttbuxum og bol því allar hinar voru í fimleikabolum, bleikum og prinsessulegum. Ætti ég að splæsa á hana fimleikafötum.........kannski kvartbuxum og bol.

fimmtudagur, september 07, 2006

 
Í rúma átta mánuði er ég búin að fylgjast með lítilli yndislegri stelpu berjast fyrir lífi sínu. Ég þekki hana ekki neitt en mér finnst eins og ég þekki hana og foreldra hennar vel. Á þessum níu mánuðum hef ég skoðað reglulega heimasíðu sem foreldrar hennar halda úti fyrir hana og þvílíkar hetjur eru þau. Ég get alls ekki sett mig í þeirra spor og er þess handviss að þau hafi við veikindi dóttur sinnar öðlast einhvern aukakraft til að takast á við þessi örlög og bara kraft til að standa upprétt, brosa, hlæja, vaka yfir veiku dóttur sinni og yfirhöfuð vera til.
Hún Bryndís Eva dó í gær. Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar og með þökkum fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.

miðvikudagur, september 06, 2006

 
Ég man það núna. Mig dreymdi í nótt að ég væri í Kolaportinu... labbaði þar um og skoðaði allt, alveg heillengi. Kolaportið var samt ekki á sama stað og það er núna heldur var þetta eitthvað annað Kolaport. Hey common.. hvað þýðir þetta eiginlega og þó mér þyki gaman að versla þá finnst mér þetta nú einum of.

 
Það liggur við að ég fari til Reykjavíkur bara til þess eins að fara í bíó á United93... hrikalega langar mig að sjá hana og helst NÚNA.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<