þriðjudagur, september 12, 2006
Mér skilst það að flest börn eru orðin læs þegar þau byrja í 6 ára bekk. Hvernig stendur á því og er sú virkilega raunin ? Eru foreldrar að keppast við að kenna börnunum að lesa áður en þau byrja í skóla eða er það gert á leikskólanum ? Eiga skólarnir ekki að sjá um þennan þátt ? Mér var t.d. kennt að lesa í 6 ára bekk. Líta foreldrar þannig á málið að fyrst að þetta barn kunni að lesa þá verð ég að kenna barninu mínu líka að lesa áður en það byrjar í skóla. Ég fatta þetta ekki.
Á ég að fara að kenna dóttur minni að lesa núna..... æ ég veit ekki, mér finnst þetta bara vera hlutverk skólans en ef öll önnur börn eru orðin læs þá má hún ekki vera á eftir eða hvað ?
Á ég að fara að kenna dóttur minni að lesa núna..... æ ég veit ekki, mér finnst þetta bara vera hlutverk skólans en ef öll önnur börn eru orðin læs þá má hún ekki vera á eftir eða hvað ?