fimmtudagur, júlí 28, 2005

 

Tilkynning um breytt heimilisfang

Ég er komin með nýtt heimilisfang frá og með morgundeginum.

Hvítt Þjóðhátíðartjald
Skvísusundi
902 Herjólfsdalur

miðvikudagur, júlí 27, 2005

 

Allt að smella

Frú Stress er mætt í heimsókn til mín.... finn fyrir að ég er farin að rugla og gleyma hinum ýmsustu hlutum og kúnnarnir hérna eru farnir að spyrja mig hvort ég sé komin inn í dal nú þegar ..... úbbsss... Það er bara í svo mörgu að snúast núna og allir í kring orðnir yfirspenntir. Ása frænka ætlar að tjalda með okkur og er það bara hið bestasta mál enda hress og skemmtileg stúlka og svo ætlar hún líka að baka kanilsnúða í tjaldið....mmmmm....
Eitthvað er verið að spá rigningu á laugardaginn en eru það ekki bara fastir liðir eins og venjulega, maður verður nú að prófa nýja regnjakkann, yrði súr ef ég "þyrfti" þess ekki... rétti andinn sko.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

 

Eirðarleysi

Skrýtið hvað maður verður alltaf eirðarlaus svona í þjóðhátíðarvikunni. Nennir ekki að vera heima hjá sér, nennir samt ekki að fara neitt út, nenni alls ekki að vera í vinnunni. Ferlega óþægilegt. Vildi óska að ég væri bara í fríi heima hjá mér að þrífa og vesenast og undirbúa hátíðina, búa um kórdrengina sem ætla að gista hjá okkur, hlusta á þjóðhátíðarlög og syngja með auðvitað. Mér finnst allir vera í fríi nema ég. Hlakka til að fá Hjördísi mína á morgun. Þrír dagar í fjörið og ég hreinlega get ekki beðið.

sunnudagur, júlí 24, 2005

 

Undirbúningur


Jæja þá er búið að prufutjalda stóra hvíta tjaldinu og stendur það úti í garði ásamt tvöföldu tjaldi íbúa neðri hæðarinnar. Lítið hægt að leika sér í garðinum sökum plássleysis. Gæjalegt.

Einnig er búið að smyrja flatkökur með hangikjöti í frystinn, búið að kaupa vökvann í dalinn, aðgöngumiðann, lundann, hráefnið í kjötsúpuna og spennan eykst. Eitthvað hafði ég misst mig í niðurtalningunni því ég hafði óvart flýtt hátíðinni um einn dag en það verður að hafa það svo stutt í þetta hvort eð er. Vikan verður skotfljót að líða enda nóg að gera. Vacuuming






föstudagur, júlí 22, 2005

 

Nafngiftir hunda

Heyrði í krökkum með hunda um daginn og það var verið að kalla á einn hundinn sem greinilega hét Sara. Eins og mér þykir Sara fallegt nafn (á manneskjum) þá finnst mér það sko ekki passa sem hundanafn... sorry... en hvað varð um öll gömlu og góðu hundanöfnin; Depill, Snati, Týri og þessi nöfn. Ekki það að ég ætli eitthvað að skipta mér af þessu en ég ætti ekki meira eftir en að heyra kallað "urrabíta Matthildur !", "sittu Matthildur", "play-dead Matthildur!" niður í bæ.......omg......... yrði sko ekki par ánægð.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

 

Smitandi...

Ég dó úr hlátri þegar ég heyrði dótturina syngja lag sem ég kannaðist ansi mikið við..... hvaðan ætli hún hafi þennan þjóðhátíðaráhuga ?

Syngjandi þjóðhátíðarstelpa

 

Hvað er uppáhalds þjóðhátíðarlagið þitt ?

Uppáhalds uppáhalds mín:

... og svo öll gömlu góðu auðvitað, erfitt að gera upp á milli.


mánudagur, júlí 18, 2005

 

Æ ég veit ekki...

Það er komin út 15 daga veðurspá fyrir helgina stóru og hún segir bongó-bongó blíða í Herjólfsdal. Veit ekki hvort ég á að fagna eða bíða átekta, held ég bíði aðeins því annars verða vonbrigðin svo mikil og meiri en ella ef spáin bregst. Var annars búin að ákveða að loka munninum, augunum og eyrunum fyrir veðurfræðilegum umræðum fram að Þjóðhátíð. En vá 15 dagar... held ég setji þetta bara á bakvið eyrað og hætti að spá í þessu enda hefur maður engin áhrif á.

föstudagur, júlí 15, 2005

 

trallallala...

Jáháááá.... þjóðhátíðarlagið var sko alveg biðarinnar virði. Flott, hressilegt og grípandi stemmningslag... "ég finn frið inní mér, á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér"... alveg með þetta á heilanum núna.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

 

"Með þér"

Jiii á nú alveg að drepa mann.... nú er bara búið að koma með textann af þjóðhátíðarlaginu og svo á maður bara að deyja úr forvitni. Lagið sem heitir "Með þér" frumflutt á morgun...eða hinn eða hinn eða hinn.... er að missa þolinmæðina.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

 

Stoltur Þjóðhátíðartjaldseigandi

Nú er kellingin og co búin að fjárfesta í Þjóðhátíðartjaldi og ekkert bara einhverju Þjóðhátíðartjaldi heldur Reynistaðarþjóðhátíðartjaldinu. Nú tekur við mikið ábyrgðarhlutverk og þessu fylgja að vísu blendnar tilfinningar. Hvað varðar blendnu tilfinningarnar þá snýst þetta um að við erum að kaupa eina fjölskyldu út úr tjaldinu. Fjölskyldu sem hefur alltaf verið á Þjóðhátíð frá því ég man eftir mér og margar minningar frá Þjóðhátíð tengjast einmitt þeim. Nú er svo komið að þau eru nánast hætt að hafa gaman af og fannst kominn tími til að yngri kynslóðin tæki við tjaldinu.
Við erum klár í dæmið. Ég ætla að halda mig við þá hefð sem hefur verið í Reynistaðartjaldinu að hafa pylsupartý eftir brekkusönginn á sunnudagskvöldinu, að hafa bakkelsi og kaffi á föstudaginn við setninguna og svo verða auðvitað samlokur í dunk fyrir svanga tjaldgesti, ekki spurning.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

 

Gúrka

Á þessu bloggsvæði er gúrkutíð.... hef ekki frá neinu að segja nema þjóðhátíðarhugleiðingum sem ég er hrædd um að fólk fari að fá ógeð af....... talandi um ógeð...... verð að segja frá einni mest pirrandi auglýsingu sem skellt er fyrir framan nefið á manni á hverjum einasta degi með veðurfréttum á Stöð 2.
Landsbankinn..... "ég spái bara í sparnað".... viðbjóðslega leiðinlegar auglýsingar sem fara ofboðslega í taugarnar á mér, sorry man.
Annars verð ég að koma því að að auglýsingin mín virðist hafa borið árangur því Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2005 er fundið. Það verður frumflutt á FM957 á morgun eða hinn, get ekki beðið eftir að heyra það.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

 

Tapað fundið !

Auglýsi hér með eftir Þjóðhátíðarlagi Vestmannaeyinga 2005. Lagið er ca þrjár mínútur að lengd, með þjóðhátíðartexta og þjóðhátíðarblæ, það er mikið spilað og sungið um mánaðarmótin júlí-ágúst og þá sérstaklega í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Ekkert hefur bólað á laginu né á það verið minnst í fjölmiðlum landsins. Finnandi vinsamlega komi því í spilun í útvarpsstöðvar sem fyrst.
Áhyggjufullur þjóðhátíðargestur

mánudagur, júlí 04, 2005

 

Kafni kafn

Kellingin situr heima í dag að kafna úr kvefi, hori, hausverk og fleiri óskemmtilegum fylgihlutum. Án gríns; finnst eins og hausinn sé að springa það er svo mikil horframleiðsla í gangi... jakkk... Vona innilega að ég missi ekki bragð- og lyktarskynið eins og vill gerast í svona ástandi, þoli bara ekki að drekka kaffi og finna ekki mun hvort það sé kaffi eða sveskjusafi og fá mér ristaðbrauð með sem gæti alveg eins verið banani..... ohhhhh....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<