fimmtudagur, nóvember 30, 2006

 
Hún dóttir mín skellti mér í jörðina í gær og sagði blákalt við mig að ég væri kerling og Hjördís (yngri systir mín og frænka hennar) væri sko stelpa því hún væri alltaf svo fín með eyrnalokka og demantahálsmen...... "þú ert ekki með eyrnalokka, þú ert bara alltaf með hárið upp í loftið" Ómæ er það nú hreinskilnin..... hef samt lúmskan grun um að hún hafi verið að stríða mér líka þó að eitthvað af þessu sé auðvitað sannleikur því þegar hún fór að sofa tók hún utan um mig og hvíslaði að mér að ég væri stelpa. Krúttið litla.
Skelli skuldinni á það að ég er í sakleysi mínu að safna hári og hárlubbinn á mér á það til að standa svolítið út í loftið þegar ég vakna plús ég kann ekkert að vera með svona sídd af hári, kann ekki að nota spennur.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

 
Frábært nýja lagið með Baggalút.... "Brostu" Hresst og skemmtilegt lag og kemur manni í gott skap.
Hvað ætli þetta sé annars með mig og jólasveinahúfur...ég held ég kaupi mér jólasveinahúfur um hver jól. Núna var ég að kaupa mér þessa fínu húfu með fléttum....hehehehe ógeðslega flott, keypti reyndar tvær, eina handa dótturinni líka..hehehehehehe. Samt fínt á meðan ég er ekki að kaupa mér skegg líka....híhíhí.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

 
Ég veit ekki hversu oft ég óskaði mér í gær að vera Meredith Grey..... skil hinsvegar ekki afhverju hún á í svona miklum erfiðleikum með að velja á milli þessara tveggja; Dr. Finn og Dr. Shepard...... ég þyrfti nú ekki að hugsa mig um tvisvar, er alveg á því að Dr. Shepard búi yfir ofurkröftum. Ef ég myndi hitta hann myndi ég líklega falla í yfirlið.... hvernig er þetta hægt bara og skurðlæknir í þokkabót...úffffff... væri ekkert á móti því að hitta hann...sko ekki leikarann sjálfann heldur karakterinn.
Sá líka ansi merkilegan þátt á Rúv í gær frá BBC. Aldamótabörn. Sat alveg límd yfir þessum þætti enda koma oft stórkostlegir heimildarþættir frá BBC.

Annað; það er greinilega í tísku hjá Íslendingum að fara til Köben. Ein ónefnd sem er nýkomin þaðan sagði að það hefði gjörsamlega allt verið krökkt af Íslendingum í borginni. Hún fór á veitingastað og þar voru allir í kringum hana íslenskir, þegar losnaði borð við hliðina á henni sem á voru íslendingar komu bara íslendingar í staðinn. Alls staðar heyrði hún íslenskuna mælta. Mér finnst þetta ekki spennandi og ég held ég hafi engan áhuga á að fara til Köben a.m.k. ekki á þessum árstíma. Mér dettur frekar í hug Stokkhólmur sem er að ég hef heyrt mun fallegri og meira spennandi og ódýrari og áreiðanlega ekki mikið af Íslendingum. Æ þetta er bara einhver lenska hjá mér með utanlandsferðir, mig langar ekki til að fara á stað þar sem maður hittir endalaust fyrir Íslendinga. Annars er ég ekkert á leiðinni til útlanda.... mig langar bara að fara aftur til Bandaríkjanna ef ég á annað borð er að fara út... eða í skíðaferð punktur.

mánudagur, nóvember 27, 2006

 
....og enn af orðum sem mér finnst ljót og pirra mig eins og brækur sem ég hef áður látið í ljós vanþóknun mína á. Ég er bara hálfpartinn hrædd við þetta orð.
Svo eru það fleiri orð sem mér finnst ljót eins og t.d. að hala niður, Brynjar notar þetta alltaf og ég bara skil þetta ekki, það heitir að sturta niður. Þegar talað er um nýfædd börn sem prinsa og prinsessur.... vúúú ég fæ bara hroll það er svo væmið. Ýkt og kúl eru líka ýkt ljót orð.
Éta.... (dýr éta, fólk borðar). Brauðrist... það er eitthvað svo fullkomið við þetta orð, ég nota bara ristabrauðsvél. Allra verst af öllu finnst mér að sjá stafsetningarvillur í sjónvarpsauglýsingum og blaðaauglýsingum... það getur alveg sprengt í mér pirringsmælinn. Einnig þegar talað er um bróðir dóttur minnar sem Bróa.... finnst það með ólíkindum ljótt og leiðinlegt orð og ég er óþreytandi að segja nafnið hans í sífellu þegar þetta orð kemur upp. Hvað ef hún eignast svo yngri bróður... er það Brói tvö eða hvernig er það ?
Einnig þegar fólk segist ætla að græja eitthvað... ég geri þetta sjálf og fæ alveg sting í magann þegar ég heyri mig segja þetta ljóta orð. Ég er sko ekki mannana best í þessu... ég er alltaf að reyna að hætta með ógeðslega, öfga og þessi hrikalegu lýsingarorð.
Einnig... slekk ég stundum á gluggunum þegar sólin er farin að skína of mikið inn til mín, einnig tala ég um haldara í stað brjóstahaldara... æ finnst seinna orðið bara pínku dónalegt *roðn*... og klunnalegt.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

 
Við mæðgur erum að horfa á Polar Express.... hún er meiri snilldin þessi mynd og alveg nauðsynleg á þessum tíma, kemst bara í jóla-jólaskap.
Eitt annað sem brennur á mér.... hafið þið heyrt nýju útsetninguna á "Kvöldsiglingu" með Friðriki Karls og Þórunni Lár ? Ég segi nú bara eins og Ásgeir Kolbeins, "ég gubbaði bara næstum....". Mér finnst þetta bara algjör eyðilegging á þessu fallega lagi, þessi Enyu stíll sem mér finnst bara hræðilegur og svo er söngkonan nú ekki mitt uppáhald en jæja... mér brá bara svo þegar ég heyrði þetta lag, hvað finnst ykkur ?

föstudagur, nóvember 24, 2006

 
Ojbarasta... ég er búin að týna 12 þúsund króna inneign sem ég átti í Office 1.... þetta er frekar pirrandi.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

 
Hversu mikil snilld er það að kaupa sér bíl og fá 75 þús. króna gjafakort í Smáralind með. Já það var gaman hjá mér um helgina í Reykjavíkinni.
Ég er sem sagt búin að kaupa allar jólagjafir og núna er bara eftir að skreyta, skrifa jólakortin, kaupa jólamatinn og pakka inn gjöfum. Ekki leiðinlegt.
Fór til tannsa og hann var þvílíkt ánægður með mig þar sem ég er búin að vera svo dugleg að nota tannþráð á hverju kvöldi.
Fór í bíó með dótturina á "Skógarstríð"... algjör snilld sú mynd enda er ég teiknimyndafan.
Fórum líka í keilu með stelpuna... og ég horfði bara á.... finnst þetta ein asnalegasta og leiðinlegasta íþrótt sem til er... en það var gaman að sjá hvað litla fjögurra ára skvísan var klár.
Nýji bíllinn er æðipæði, algjör dreki.
Svo er ég að lesa frábæra bók sem heitir "Draumaveröld Kaupalkans".... úff hvað ég sé mig stundum í henni....hehehehehehe.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

 
Síðan ég varð bíllaus fyrir rúmum þremur vikum þá hefur verið óveður. Veðurfréttamenn tala um að hafa ekki séð eins mikinn vind í fjögur ár og kulda í átta ár. Hvað er málið ? Held að blóðið í mér hafi verið frosið þegar ég mætti í vinnu í morgun....brrrrrrr þvílíkur kuldi. Já já ég er ekki að kvarta yfir veðrinu alls ekki en ég hefði nú alveg viljað vera með bílinn til taks.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

 
Mig langar í svona í jólagjöf.... og það er eins gott að Brynjar sjái þessa færslu.

mánudagur, nóvember 13, 2006

 
Hverjum í andskotanum dettur í hug að við eigum að fara að borga íslenskukennslu fyrir þessa nýfluttu útlendinga sem streyma hingað til lands. Ég get með engu móti skilið þetta. Hvaða vitleysa er í gangi ? Ég get ekki betur séð en að við íslendingar sem borgum okkar skatta þurfum öll að greiða fyrir okkar skólagöngu þ.e. eftir skylduna. Svo koma útlendingar hérna til að vinna og senda meirihlutann af laununum aftur út og jú jú þeir fá bara ókeypis íslenskukennslu sem kostar alveg helling fyrir ríkið. Þeir geta sko bara alveg borgað sína helvítis íslenskukennslu sjálfir. Við eigum ekki að aðlaga okkur að þeim, þeir eiga að aðlaga sig að okkur og hananú.... ég er bara bálreið yfir þessari vitleysu.

Sá annars góða mynd um helgina; The Break-up með Jennifer Aniston og Vince Vaughn. Fannst hún hrikalega fyndin.

Komst í jólaskap í gær. Við mæðgur bökuðum tvær sortir, settum á okkur jólasveinahúfur og hlustuðum á jólalög á meðan plús... ég setti upp jólaóróana í gluggana.

laugardagur, nóvember 11, 2006

 
Það er nóg að gera hjá okkur Bólu í dag um helgina (já bólan er aftur mætt á hökuna). Byrjuðum daginn á frábærri heimsókn til hennar Ásu frænku. Þar var allt skreytt í tilefni Hrekkjavökunnar og fullt af köngulóm, rottum, köngulóarvefjum, graskerjum, draugum, fljótandi augum og fleira og fleira. Hún bauð okkur mæðgum upp á "ormapasta", "pöddumuffins" og "köngulóarköku". Frábært og ég væri alveg til í að taka þessa hefð upp og hún kæmi þá í staðinn fyrir ógeðis öskudaginn sem getur gert mig brjálaða.



Gestgjafinn í miðjunni








Þessi "rotta" tók á móti okkur í andyrinu








Köngulóarland í loftinu
















Köngulóarvefir um allt

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

 


Þessi pollur blasti við okkur einn morguninn í sumar úti við útidyrahurðina. Okkur fannst þessi pollur hafa svo merkilega lögun ... þetta er alveg eins og vangamynd af konu... hvað finnst ykkur ??

mánudagur, nóvember 06, 2006

 
Maður kemst nú ekki hjá því að heyra um stjórnmál þessa dagana enda er þessu gjörsamlega troðið í eyrun á manni ef maður horfir reglulega á fréttatímana.
Mér finnst einn maður standa uppúr; Magnús Þór Hafsteinsson. Mér finnst þessi maður hafa allt til að bera góðan stjórnmálamann, hann er samkvæmur sjálfum sér, traustur, ákveðinn og svo hugsar hann skynsamlega og þorir að segja það sem honum finnst plús hann hefur verið iðinn við að fjalla um samgöngumál okkar Eyjamanna.
Núna er hann stimplaður sem kynþáttahatari fyrir þær skoðanir sem hann hefur á málum innflytjenda. Ég er svo sammála manninum. Hann hefur svo rétt fyrir sér. Ég er farin að hafa miklar áhyggjur af öllum þessum útlendingum sem flæða yfir til okkar. Mér finnst hræðilegt og aljgörlega óviðunandi að þurfa að tala ensku þegar maður fer út að borða í Reykjavík eða bara þegar maður borgar á kassa. Ég er búin að ákveða að ég ætli ekki að tala ensku....ég held mig bara við íslenskuna og ef þjónninn skilur mig ekki þá bara það... þá fer ég bara eitthvað annað. Núna verð ég áreiðanlega stimpluð sem kynþáttahatari en ég vil frekar vera kynþáttahatari með Magnúsi Þór heldur en að vera í liði með Steinunni Valdísi og hananú. Áfram Magnús og Ku Klux Klan..... nei grín þetta síðarnefnda... bara svona til heiðurs Steinunni Valdísi.

laugardagur, nóvember 04, 2006

 
Eins gott að ég var ekki að labba niður Laugaveginn í dag.

föstudagur, nóvember 03, 2006

 
Ég elska arkitektúr og þá sérstaklega innanhússarkitektúr og ég hefði pottþétt farið í það nám ef ég hefði fæðst með snefil af stærðfræðigáfum. Ég elska að stúdera hönnun og skipulagningu á heimilum. Sniðugar lausnir, falleg híbýli, smekklegheit og því um líkt. Vegna þessa áhuga míns þá eru Innlit/Útlit, Veggfóður og Extreme Makeover-home edition einir af mínum uppáhaldsþáttum.
Mér blöskraði þó verulega um daginn þegar ég horfði á Innlit/útlit. Ég rakst svo á grein í Mogganum í dag á bls. 61 eftir Arnar Eggert Thoroddsen. Í þessari grein segir Arnar frá upplifun sinni af síðasta Innlit/útlit þætti og hvað honum blöskraði eins og mér... endilega kíkið á þessa grein, mjög góð hjá honum. Ef þið hafið ekki séð Innlit/útlit þáttinn síðan síðasta þriðjudag endilega farið á netið og kíkið á hann. Það sem fór svona fyrir brjóstið á mér var hegðun þáttastjórnanda sem er frá mínu sjónarhorni algjörlega óviðeigandi og hann mætti skammast sín og biðjast afsökunar á þessu "atriði". Kíkt var í heimsókn til Ásgeirs Kolbeins og nýja íbúðin hans sem var frá mínu sjónarhorni algjörlega venjuleg íbúð.. það var ekkert athugavert við hana og eldhúsið var að mínu mati bara fínt, dökkar innréttingar og nýlegar en bara snyrtilegt og fínt. Arnari Gauta fannst þetta viðurstyggð og lét sko sjónvarpsáhorfendur heyra hvað honum fannst. Ég ætla að vona að fyrri íbúar hafi ekki séð þennan þátt, þvílík niðurlæging. Ég veit ekki hvernig ég get lýst þessu atriði á milli Arnars og Ásgeirs... þetta var ömurlegt í alla staði og þeir báðir eru ekki hátt skrifaðir hjá mér eftir þetta og örugglega fleirum. Þvílíkan snobbræfilshátt hef ég aldrei séð og vitað um. Skamm skamm !!!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

 
Hvenær lýkur þessum kosningum eiginlega... jedúdda mía hvað þetta er yfirþyrmandi eitthvað. Blöðin yfirfull af "kjóstu mig kjóstu mig" greinum og svo eru endalausir bæklingar inn um lúguna hjá manni, held ég setji bara ruslafötuna undir bréfalúguna :o/
Hvað er það annars með umbúðir á klósettpappír... er að lenda aftur og aftur í því að kaupa eldhúsrúllur í staðinn fyrir klósettpappír vegna þess að umbúðirnar eru alveg nákvæmlega eins. Ég sem nota aldrei eldhúsrúllur.... en núna á ég 8 rúllur inní skáp......hmmmmm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<