mánudagur, nóvember 27, 2006

 
....og enn af orðum sem mér finnst ljót og pirra mig eins og brækur sem ég hef áður látið í ljós vanþóknun mína á. Ég er bara hálfpartinn hrædd við þetta orð.
Svo eru það fleiri orð sem mér finnst ljót eins og t.d. að hala niður, Brynjar notar þetta alltaf og ég bara skil þetta ekki, það heitir að sturta niður. Þegar talað er um nýfædd börn sem prinsa og prinsessur.... vúúú ég fæ bara hroll það er svo væmið. Ýkt og kúl eru líka ýkt ljót orð.
Éta.... (dýr éta, fólk borðar). Brauðrist... það er eitthvað svo fullkomið við þetta orð, ég nota bara ristabrauðsvél. Allra verst af öllu finnst mér að sjá stafsetningarvillur í sjónvarpsauglýsingum og blaðaauglýsingum... það getur alveg sprengt í mér pirringsmælinn. Einnig þegar talað er um bróðir dóttur minnar sem Bróa.... finnst það með ólíkindum ljótt og leiðinlegt orð og ég er óþreytandi að segja nafnið hans í sífellu þegar þetta orð kemur upp. Hvað ef hún eignast svo yngri bróður... er það Brói tvö eða hvernig er það ?
Einnig þegar fólk segist ætla að græja eitthvað... ég geri þetta sjálf og fæ alveg sting í magann þegar ég heyri mig segja þetta ljóta orð. Ég er sko ekki mannana best í þessu... ég er alltaf að reyna að hætta með ógeðslega, öfga og þessi hrikalegu lýsingarorð.
Einnig... slekk ég stundum á gluggunum þegar sólin er farin að skína of mikið inn til mín, einnig tala ég um haldara í stað brjóstahaldara... æ finnst seinna orðið bara pínku dónalegt *roðn*... og klunnalegt.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<