miðvikudagur, ágúst 31, 2005

 

Myndir

Loksins, loksins er ég komin með myndahlekk hérna á síðuna (neðst til vinstri). Setti að vísu inn gamlar myndir síðan í sumarfríinu okkar í apríl sl. en það koma fleiri og nýrri inn fljótlega.

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

 

Hotel Rwanda


Meira hvað sjónvarpið er lélegt um helgar. Algjörlega óhorfandi á það á föstudagskvöldum, yfirleitt einhverjar löngu séðar myndir á laugardagskvöldum og svo einhverjir náttúrulífsþættir og hestaþættir á sunnudagskvöldum + helgarsportið og fótboltakvöld. Vegna þessa er maður orðinn ansi duglegur á videóleigunum um helgar og tókum við svakalega góða mynd um síðustu helgi sem skilur mikið eftir sig. Þarna er á ferðinni mynd um sannsögulega atburði sem áttu sér stað í Rúanda árið 1994 um þjóðarmorð Hútúa á Tútsum. Þessi mynd var skelfilega sorgleg, átakanleg og á köflum var ég bálreið yfir fáránleika þessa borgarastríðs. Mæli með þessari mynd.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

 

Árni Johnsen er snillingur

Mér finnst Árni Johnsen bara snillingur. Hvernig hann spilaði þetta "Hreimsmál" út af borðinu var glæsilegt hjá honum. Hann hélt þessa fínu tónleika í Kerinu, bauð Hreimi að spila, tók í höndina á honum og faðmaði hann og gaf honum svo boxhanska. Einungis snilld. Ótrúlegt hvernig hann nær manni alltaf aftur, ég viðurkenni að ég var ansi foj og pirruð á honum eftir að hann sló Hreim á Þjóðhátíðinni en þetta "viltuveravinurminn"bragð hans fékk mann til að fyrirgefa honum algjörlega og hann gjörsamlega jarðsöng málið.

föstudagur, ágúst 26, 2005

 

Hitt og þetta á föstudegi

Vaknaði með hálsbólgu og hausverk í morgun og ég er enn með hálsbólgu og hausverk.... en þrátt fyrir það er kominn elskulegur föstudagur. Elska föstudaga.... finnst þeir líka vera svo oft, finnst bara alltaf vera föstudagur.... úff þetta er svo fljótt að líða og ég heyrði meira að segja jólaauglýsingu í útvarpinu um daginn frá Blómaval eða eitthvað svoleiðis. Ja hérna hér.
Annars er búið að vera nóg að gera á Faxó síðustu daga, erum að mála rishæðina frá A-Ö og þegar það er allt orðið fínt þá langar manni svo að gera meira, mig langar t.d. svakalega í annað gólfefni en filtteppið, mig langar í fullt af fínum ljósum, nýjan sturtuklefa, hurðar í baðinnréttinguna og fleira pjatt en ætli maður láti ekki málninguna duga í þetta skiptið, kaupi kannski nokkra ramma og myndir til að hengja á galtóma veggina, hitt verður að bíða aðeins þó mig klæji í veskið.
Hjördís sys kemur í kvöld og ætlar að vera í viku og í tilefni af því ætlar húsmóðirin (ég auðvitað) að elda handa henni og öllu hinu liðinu Fajitas a´la mattas´mexicano con jalapeno.... geðveikislega gott og ekki má vanta mexíkanska corona bjórinn með. Svo verður henni boðið í heita nachos ídýfu ...slurp og hlustað á Mariachi bönd... nei kannski ekki alveg, má nú ekki alveg missa sig yfir þessu.
Annars er grill á döfinni með Freyju og Gunnari Geir, allavega áður en fer að snjóa. Árgangsmót hjá 76 árganginum og maður lætur sig nú ekki vanta í það, ætla að vísu bara að fara annað kvöldið. Reykjavíkurferð í september þar sem við ætlum að heimsækja tannlæknana okkar, já við erum svo snobb að við höldum okkur bara við sömu tannlækna og við vorum með í borginni. Nóg að gera og tala nú ekki um ballið í október með Sálinni...sjúmmmmm það verður geggjað stuð og ég og Lauga mín erum sko þegar farnar að telja niður.
Fyrir ykkur sem fylgist spennt með naglamálunum mínum þá er ég algjörlega að standa mig í bindindinu.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

 

....bloggið er yndislegt....

Nokkrar kveðjur í gestabókina og commentakerfið lifnaði aðeins við, takk kærlega fyrir það og einn leyndur aðdáandi í þokkabót.... vúvú.. kellingin á sér leyndan aðdáanda...ekkert slor sko.
Endilega haldið áfram að commenta á mig, ég er svo léleg að hringja að þetta er bara ágætis samskiptaleið....ehaggi?
Talandi um blogg sem samskiptaleið. Sá, sú, þeir, þær eða þau sem fundu upp msn, blogg, sms og tölvupóstinn er í dýrðlingatölu hjá mér. Að tala í símann er eitt það leiðinlegasta sem ég geri og að gefa mér tíma í að hringja í vini mína er bara vandamál. Núna kíki ég á bloggin þeirra og commenta, athuga hvort þeir séu á msn-inu og tek smá spjall, sendi sms ef ég nenni ekki að tala í símann og sendi tölvupóst ef ég þarf að tjá mig eitthvað mikið. Aldeilis frábært og ég hef aldrei verið í eins góðu sambandi við vini mína og kunningja eins og núna og þarf ekki einu sinni að opna munninn né fara út úr húsi. Þið megið samt ekki misskilja mig... ég nota stundum símann og þá á ég til að missa mig aðeins í kjaftaríi, allt í lagi með það.
Útúrdúr: Ég er hætt að naga neglurnar, nagaði síðustu flísina rétt í þessu og er hætt, þetta er ógeðslegt og ég er að drepast í puttunum. Ef þið sjáið mig naga neglurnar megið þið minna mig á þetta, ég er nefnilega farin að gera þetta algjörlega ósjálfrátt.

mánudagur, ágúst 22, 2005

 

Hvaða gestir?

Á þessa síðu koma um 50-60 manns á dag og comment eru að meðaltali 2-5 á hverja grein...... hmmmmmm.
Var að setja upp gestabók hér til vinstri... endilega kvittið, alltaf gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með og enn skemmtilegra að fá kveðju.
Enga feimni og hananú !

föstudagur, ágúst 19, 2005

 

Skólarnir byrja

Á þessum tíma fæ ég alltaf svona "skólafiðring". Ég væri alveg til í að vera að byrja í skólanum núna, fara að kaupa mér skóladót og bækur og undirbúa sig undir lærdóminn. Finnst svo margir í kringum mig vera að fara í skólann og eins og staðan er hjá mér þá finnst mér ég alls ekki vera á réttum stað í lífinu með BS próf í landafræði sem ég nýti mér ekki. Þetta er frekar óþægileg staða og að liggja undir mygluskemmdum er ekki gott. Mig langar til að breyta til, fara í skóla og taka kennararéttindin fyrir framhaldsskólann og verða landafræði- og jarðfræðikennari eða læra bara eitthvað allt annað eins og t.d. viðskiptafræði í fjarnámi. Það er bara eitt sem fælir mig frá því að fara í skóla aftur og það eru prófin. Prófatími er sá versti tími sem ég get ímyndað mér. Vildi frekar fara þrisvar á dag í tvær vikur til tannlæknis en að sitja og lesa fyrir próf.
Það verður allavega alvarlega spáð í hvort ég fái nýja skólatösku að ári ef ekkert annað breytist.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

 

Aldurinn færist yfir....

Knitting Er maður orðinn of gamall þegar maður er að horfa á topp 10 listann á Sirkusstöðinni og hefur aðeins heyrt tvö lög af 10 (annað lagið var með Sálinni) .... topplagið hafði ég aldrei heyrt og hvað þá séð söngvarann........jedúdda Embarrassed 1






mánudagur, ágúst 15, 2005

 

Útilegufjör

Jæja, kellingin komin heim úr ættarmótsútilegunni sem heppnaðist svakalega vel, mikið fjör og mikil stemmning enda úrvalsfólk þarna á ferðinni. Það var líka hálfgerður léttir þegar þetta allt var búið því við Ása vorum í skipulagsnefndinni og því fylgir jú auðvitað alltaf smá stress og áhyggjur enda voru þarna saman komin um 120 manns.
Annars er maður frekar þreyttur og lurkum laminn eftir að hafa sofið í tjaldi í tvær nætur. Fyrri nóttin fór í að reyna að sofna í tvo klukkutíma og skjálfa úr kulda (samt var ég í ullarsokkabuxum, ullarsokkum og með húfu), svo þegar ég náði að sofna þá vaknaði ég við að Brynjar kom inn í tjald og þá tók aftur við barningur við að reyna að sofna þangað til ég þurfti að vakna um morguninn. Seinni nóttin var betri en þó alls ekki hægt að líkja henni við venjulegan svefn. Ég svaf svo eins og prinsessa í nótt í mínu eigin rúmi og svo vel að familían svaf svona flott yfir sig og ég mætti hálftíma of seint í vinnu.
Núna finnst mér sumarið á enda og það fer að koma "kertatími" mmmmm notalegt, finnst ekkert eins meira kósý og skammdegið.
Svo er Lost í kvöld... get ekki beðið !

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

 

Ég vaknaði...

...við hundagelt í morgun klukkan hálf sjö takk fyrir Grrr . Hvað er að fólki sem hleypir hundskvikindinu sínu út klukkan hálf sjö að morgni og leyfir því að gelta og gelta og gelta........ Flestir hugsa nú sómasamlega um þessi dýr sín en það eru þessir sem klikka á því sem fá mig aldrei til að fara af þeirri skoðun minni að hundar og kisur og öll þessi dýr eiga best heima í sveit.







þriðjudagur, ágúst 09, 2005

 

Lost

Jeminn hvað Lost endaði ógeðslega spennandi.......öskraði þegar ég sá.... já ... má ekki segja. Núna get ég ekki beðið eftir næsta þætti....úfffff.

mánudagur, ágúst 08, 2005

 

Í útilegu

Er að koma mér í útilegugírinn. Um næstu helgi á að skella sér á ættarmót hjá Reynistaðarfamilíunni. Get ekki sagt að mér þyki gaman í tjaldútilegum en ég læt mig hafa það í tvær nætur, ekki meir. Finnst best við útilegur að koma heim aftur og fara í bað og setja á mig krem. Hljómar eins og versta prinsessa en .... finnst bara ekkert aðlaðandi við að liggja í tjaldi í svefnpoka og sofna skjálfandi úr kulda og vakna svo sveitt og heitt. Svo fylgja þessum útilegum alls konar köngulær og önnur kvikindi.
Þetta verður samt gaman og ég er farin að hlakka til. Útilegur eru fínar í hófi, svona einu sinni á ári fyrir minn smekk. Stelpan verður örugglega himinlifandi yfir þessu brambolti foreldranna. Ég hlakka til að sjá útbúnaðinn hjá hinum í fjölskyldunni. Núna eiga allir fellihýsi, húsbíl, tjaldvagn og hvað þetta heitir allt saman.... pufff tæki það aldrei í mál að fjárfesta í slíku útilegutæki, ég læt mig nú frekar hafa það að gista í tjaldi

föstudagur, ágúst 05, 2005

 

Föstudagskvöld

Pufff.... aldeilis skemmtileg blanda á föstudagskvöldi; þátturinn hans Hemma Gunn og Þórunn Lár, vantaði bara Jón Sigurðs Idol og þá hefði ég sprungið úr pirringi. Svo um ellefuleytið er þáttur frá Heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum....... maður bara lifir fyrir föstudagskvöldin núorðið sjónvarpslega séð, NOT.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

 

...og enn meir af Þjóðhátíð....

Meiri vitleysan sem gerist alltaf svona á Þjóðhátíð. Er búin að vera að rifja upp ferlega fyndna hluti í gær og í dag.
*Sagan af Jónasi þegar stelpan rauk upp að honum og bað hann að kyssa sig, hann gerði það, nei þá bað hún um svona alvöru, hann gerði það og þegar það var búið lyfti stelpan upp höndinni og kallaði 21........ algjör snilld.
*Jónas var settur í áfengisbann um tvöleytið á laugardaginn þar sem hann þurfti að fara að elda um kvöldið. Hann virti bannið samviskusamlega, fékk sér ekki einu sinni Pepsi heldur bara Diet Pepsi.
*Eða á sunnudagskvöld þegar ég var að flýta mér svo niður í dal stressaði alla upp í kringum mig að fara að drífa sig, fattaði það svo þegar við vorum að koma að inngönguhliðinu að ég var í fínu íþróttaskónum mínum.... ekki "þjóðhátíðargönguskónum". Ég þurfti því að labba til baka heim og skipta um skó takk fyrir og ég hefði örugglega verið valin í rússneska landsliðið í göngu ef njósnarar hefðu séð mig á leiðinni.
*Lotta frá Bergen í Noregi (til hægri).








*Að Gummó skyldi hafa farið heim á laugardagskvöldinu til að skipta um föt og heyrði í flugeldasýningunni af Faxastígnum..... og fór svo heim að sofa klukkan 01:30.
*Að Jónas hafi sofið á þjóðhátíðarsófasettinu inní bílskúr aðfararnótt föstudags og svo svaf hann í sófanum í stofunni aðfararnótt laugardags með grænt hár. Einnig fékk hann sér blund við brunahana niður í bæ um morguninn og nokkrum sinnum uppí brekku.
*Að Bjarni Kristjáns tók beiðni minni um að passa þjóðhátíðartjaldið svo alvarlega að hann svaf í sófanum tvö kvöld í röð. Betri tjaldvörð er vart hægt að finna.
*Þegar Ingvar Steinars spilaði á gítarinn sofandi inní tjaldi.




..... og fleiri voru lúnir...... í heildina var maður bara endalaust hlæjandi og gerandi grín af liðinu í kringum mann og manni sjálfum auðvitað. Bara gaman. Vonast til að sjá ykkur aftur næst.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

 

Eftir Þjóðhátíð


Ég er bara alveg hlessa hvað ég er hress eftir þessa helgi. Það er bara eins og ég hafi drukkið ávaxtasafa alla helgina. Mig grunar að morning fit töfratöflurnar hafi hjálpað mér mikið, núna eru þær skyldueign á heimilinu. Hátíðin var annars stórkostleg og auðvitað allt of fljót að líða. Var með frábæra gesti, "kórdrengina" mína (sjá mynd). Þeir stóðu sig eins og hetjur og óskandi að þeir komi aftur að ári, allavega eiga þeir frátekin herbergi hjá okkur.
Skrýtið hvernig þetta er farið að þróast hjá manni. Núna er sko ekkert farið á stóra pallinn að dansa heldur er tjaldstemmningin í fyrirrúmi og það er nú ekki verra, hitti samt ekki nærri því allt fólkið sem ég ætlaði að hitta en svona er það nú.
Raggi Bjarna fór á kostum á kvöldvökunni.... algjört æði og í FLOTTUM JAKKA.
Núna er bara að byrja að telja niður í næstu Þjóðhátíð og hún ætti að verða pínku öðruvísi en áður því nú er kominn tími á að dóttirin upplifi kvöldin líka. Hlakka til......

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<