miðvikudagur, ágúst 24, 2005

 

....bloggið er yndislegt....

Nokkrar kveðjur í gestabókina og commentakerfið lifnaði aðeins við, takk kærlega fyrir það og einn leyndur aðdáandi í þokkabót.... vúvú.. kellingin á sér leyndan aðdáanda...ekkert slor sko.
Endilega haldið áfram að commenta á mig, ég er svo léleg að hringja að þetta er bara ágætis samskiptaleið....ehaggi?
Talandi um blogg sem samskiptaleið. Sá, sú, þeir, þær eða þau sem fundu upp msn, blogg, sms og tölvupóstinn er í dýrðlingatölu hjá mér. Að tala í símann er eitt það leiðinlegasta sem ég geri og að gefa mér tíma í að hringja í vini mína er bara vandamál. Núna kíki ég á bloggin þeirra og commenta, athuga hvort þeir séu á msn-inu og tek smá spjall, sendi sms ef ég nenni ekki að tala í símann og sendi tölvupóst ef ég þarf að tjá mig eitthvað mikið. Aldeilis frábært og ég hef aldrei verið í eins góðu sambandi við vini mína og kunningja eins og núna og þarf ekki einu sinni að opna munninn né fara út úr húsi. Þið megið samt ekki misskilja mig... ég nota stundum símann og þá á ég til að missa mig aðeins í kjaftaríi, allt í lagi með það.
Útúrdúr: Ég er hætt að naga neglurnar, nagaði síðustu flísina rétt í þessu og er hætt, þetta er ógeðslegt og ég er að drepast í puttunum. Ef þið sjáið mig naga neglurnar megið þið minna mig á þetta, ég er nefnilega farin að gera þetta algjörlega ósjálfrátt.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<