föstudagur, ágúst 26, 2005

 

Hitt og þetta á föstudegi

Vaknaði með hálsbólgu og hausverk í morgun og ég er enn með hálsbólgu og hausverk.... en þrátt fyrir það er kominn elskulegur föstudagur. Elska föstudaga.... finnst þeir líka vera svo oft, finnst bara alltaf vera föstudagur.... úff þetta er svo fljótt að líða og ég heyrði meira að segja jólaauglýsingu í útvarpinu um daginn frá Blómaval eða eitthvað svoleiðis. Ja hérna hér.
Annars er búið að vera nóg að gera á Faxó síðustu daga, erum að mála rishæðina frá A-Ö og þegar það er allt orðið fínt þá langar manni svo að gera meira, mig langar t.d. svakalega í annað gólfefni en filtteppið, mig langar í fullt af fínum ljósum, nýjan sturtuklefa, hurðar í baðinnréttinguna og fleira pjatt en ætli maður láti ekki málninguna duga í þetta skiptið, kaupi kannski nokkra ramma og myndir til að hengja á galtóma veggina, hitt verður að bíða aðeins þó mig klæji í veskið.
Hjördís sys kemur í kvöld og ætlar að vera í viku og í tilefni af því ætlar húsmóðirin (ég auðvitað) að elda handa henni og öllu hinu liðinu Fajitas a´la mattas´mexicano con jalapeno.... geðveikislega gott og ekki má vanta mexíkanska corona bjórinn með. Svo verður henni boðið í heita nachos ídýfu ...slurp og hlustað á Mariachi bönd... nei kannski ekki alveg, má nú ekki alveg missa sig yfir þessu.
Annars er grill á döfinni með Freyju og Gunnari Geir, allavega áður en fer að snjóa. Árgangsmót hjá 76 árganginum og maður lætur sig nú ekki vanta í það, ætla að vísu bara að fara annað kvöldið. Reykjavíkurferð í september þar sem við ætlum að heimsækja tannlæknana okkar, já við erum svo snobb að við höldum okkur bara við sömu tannlækna og við vorum með í borginni. Nóg að gera og tala nú ekki um ballið í október með Sálinni...sjúmmmmm það verður geggjað stuð og ég og Lauga mín erum sko þegar farnar að telja niður.
Fyrir ykkur sem fylgist spennt með naglamálunum mínum þá er ég algjörlega að standa mig í bindindinu.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<