sunnudagur, ágúst 28, 2005

 

Árni Johnsen er snillingur

Mér finnst Árni Johnsen bara snillingur. Hvernig hann spilaði þetta "Hreimsmál" út af borðinu var glæsilegt hjá honum. Hann hélt þessa fínu tónleika í Kerinu, bauð Hreimi að spila, tók í höndina á honum og faðmaði hann og gaf honum svo boxhanska. Einungis snilld. Ótrúlegt hvernig hann nær manni alltaf aftur, ég viðurkenni að ég var ansi foj og pirruð á honum eftir að hann sló Hreim á Þjóðhátíðinni en þetta "viltuveravinurminn"bragð hans fékk mann til að fyrirgefa honum algjörlega og hann gjörsamlega jarðsöng málið.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<