þriðjudagur, ágúst 30, 2005

 

Hotel Rwanda


Meira hvað sjónvarpið er lélegt um helgar. Algjörlega óhorfandi á það á föstudagskvöldum, yfirleitt einhverjar löngu séðar myndir á laugardagskvöldum og svo einhverjir náttúrulífsþættir og hestaþættir á sunnudagskvöldum + helgarsportið og fótboltakvöld. Vegna þessa er maður orðinn ansi duglegur á videóleigunum um helgar og tókum við svakalega góða mynd um síðustu helgi sem skilur mikið eftir sig. Þarna er á ferðinni mynd um sannsögulega atburði sem áttu sér stað í Rúanda árið 1994 um þjóðarmorð Hútúa á Tútsum. Þessi mynd var skelfilega sorgleg, átakanleg og á köflum var ég bálreið yfir fáránleika þessa borgarastríðs. Mæli með þessari mynd.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<