þriðjudagur, ágúst 02, 2005

 

Eftir Þjóðhátíð


Ég er bara alveg hlessa hvað ég er hress eftir þessa helgi. Það er bara eins og ég hafi drukkið ávaxtasafa alla helgina. Mig grunar að morning fit töfratöflurnar hafi hjálpað mér mikið, núna eru þær skyldueign á heimilinu. Hátíðin var annars stórkostleg og auðvitað allt of fljót að líða. Var með frábæra gesti, "kórdrengina" mína (sjá mynd). Þeir stóðu sig eins og hetjur og óskandi að þeir komi aftur að ári, allavega eiga þeir frátekin herbergi hjá okkur.
Skrýtið hvernig þetta er farið að þróast hjá manni. Núna er sko ekkert farið á stóra pallinn að dansa heldur er tjaldstemmningin í fyrirrúmi og það er nú ekki verra, hitti samt ekki nærri því allt fólkið sem ég ætlaði að hitta en svona er það nú.
Raggi Bjarna fór á kostum á kvöldvökunni.... algjört æði og í FLOTTUM JAKKA.
Núna er bara að byrja að telja niður í næstu Þjóðhátíð og hún ætti að verða pínku öðruvísi en áður því nú er kominn tími á að dóttirin upplifi kvöldin líka. Hlakka til......

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<