mánudagur, ágúst 15, 2005

 

Útilegufjör

Jæja, kellingin komin heim úr ættarmótsútilegunni sem heppnaðist svakalega vel, mikið fjör og mikil stemmning enda úrvalsfólk þarna á ferðinni. Það var líka hálfgerður léttir þegar þetta allt var búið því við Ása vorum í skipulagsnefndinni og því fylgir jú auðvitað alltaf smá stress og áhyggjur enda voru þarna saman komin um 120 manns.
Annars er maður frekar þreyttur og lurkum laminn eftir að hafa sofið í tjaldi í tvær nætur. Fyrri nóttin fór í að reyna að sofna í tvo klukkutíma og skjálfa úr kulda (samt var ég í ullarsokkabuxum, ullarsokkum og með húfu), svo þegar ég náði að sofna þá vaknaði ég við að Brynjar kom inn í tjald og þá tók aftur við barningur við að reyna að sofna þangað til ég þurfti að vakna um morguninn. Seinni nóttin var betri en þó alls ekki hægt að líkja henni við venjulegan svefn. Ég svaf svo eins og prinsessa í nótt í mínu eigin rúmi og svo vel að familían svaf svona flott yfir sig og ég mætti hálftíma of seint í vinnu.
Núna finnst mér sumarið á enda og það fer að koma "kertatími" mmmmm notalegt, finnst ekkert eins meira kósý og skammdegið.
Svo er Lost í kvöld... get ekki beðið !

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<