miðvikudagur, ágúst 03, 2005

 

...og enn meir af Þjóðhátíð....

Meiri vitleysan sem gerist alltaf svona á Þjóðhátíð. Er búin að vera að rifja upp ferlega fyndna hluti í gær og í dag.
*Sagan af Jónasi þegar stelpan rauk upp að honum og bað hann að kyssa sig, hann gerði það, nei þá bað hún um svona alvöru, hann gerði það og þegar það var búið lyfti stelpan upp höndinni og kallaði 21........ algjör snilld.
*Jónas var settur í áfengisbann um tvöleytið á laugardaginn þar sem hann þurfti að fara að elda um kvöldið. Hann virti bannið samviskusamlega, fékk sér ekki einu sinni Pepsi heldur bara Diet Pepsi.
*Eða á sunnudagskvöld þegar ég var að flýta mér svo niður í dal stressaði alla upp í kringum mig að fara að drífa sig, fattaði það svo þegar við vorum að koma að inngönguhliðinu að ég var í fínu íþróttaskónum mínum.... ekki "þjóðhátíðargönguskónum". Ég þurfti því að labba til baka heim og skipta um skó takk fyrir og ég hefði örugglega verið valin í rússneska landsliðið í göngu ef njósnarar hefðu séð mig á leiðinni.
*Lotta frá Bergen í Noregi (til hægri).








*Að Gummó skyldi hafa farið heim á laugardagskvöldinu til að skipta um föt og heyrði í flugeldasýningunni af Faxastígnum..... og fór svo heim að sofa klukkan 01:30.
*Að Jónas hafi sofið á þjóðhátíðarsófasettinu inní bílskúr aðfararnótt föstudags og svo svaf hann í sófanum í stofunni aðfararnótt laugardags með grænt hár. Einnig fékk hann sér blund við brunahana niður í bæ um morguninn og nokkrum sinnum uppí brekku.
*Að Bjarni Kristjáns tók beiðni minni um að passa þjóðhátíðartjaldið svo alvarlega að hann svaf í sófanum tvö kvöld í röð. Betri tjaldvörð er vart hægt að finna.
*Þegar Ingvar Steinars spilaði á gítarinn sofandi inní tjaldi.




..... og fleiri voru lúnir...... í heildina var maður bara endalaust hlæjandi og gerandi grín af liðinu í kringum mann og manni sjálfum auðvitað. Bara gaman. Vonast til að sjá ykkur aftur næst.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<