föstudagur, ágúst 19, 2005

 

Skólarnir byrja

Á þessum tíma fæ ég alltaf svona "skólafiðring". Ég væri alveg til í að vera að byrja í skólanum núna, fara að kaupa mér skóladót og bækur og undirbúa sig undir lærdóminn. Finnst svo margir í kringum mig vera að fara í skólann og eins og staðan er hjá mér þá finnst mér ég alls ekki vera á réttum stað í lífinu með BS próf í landafræði sem ég nýti mér ekki. Þetta er frekar óþægileg staða og að liggja undir mygluskemmdum er ekki gott. Mig langar til að breyta til, fara í skóla og taka kennararéttindin fyrir framhaldsskólann og verða landafræði- og jarðfræðikennari eða læra bara eitthvað allt annað eins og t.d. viðskiptafræði í fjarnámi. Það er bara eitt sem fælir mig frá því að fara í skóla aftur og það eru prófin. Prófatími er sá versti tími sem ég get ímyndað mér. Vildi frekar fara þrisvar á dag í tvær vikur til tannlæknis en að sitja og lesa fyrir próf.
Það verður allavega alvarlega spáð í hvort ég fái nýja skólatösku að ári ef ekkert annað breytist.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<