mánudagur, ágúst 08, 2005

 

Í útilegu

Er að koma mér í útilegugírinn. Um næstu helgi á að skella sér á ættarmót hjá Reynistaðarfamilíunni. Get ekki sagt að mér þyki gaman í tjaldútilegum en ég læt mig hafa það í tvær nætur, ekki meir. Finnst best við útilegur að koma heim aftur og fara í bað og setja á mig krem. Hljómar eins og versta prinsessa en .... finnst bara ekkert aðlaðandi við að liggja í tjaldi í svefnpoka og sofna skjálfandi úr kulda og vakna svo sveitt og heitt. Svo fylgja þessum útilegum alls konar köngulær og önnur kvikindi.
Þetta verður samt gaman og ég er farin að hlakka til. Útilegur eru fínar í hófi, svona einu sinni á ári fyrir minn smekk. Stelpan verður örugglega himinlifandi yfir þessu brambolti foreldranna. Ég hlakka til að sjá útbúnaðinn hjá hinum í fjölskyldunni. Núna eiga allir fellihýsi, húsbíl, tjaldvagn og hvað þetta heitir allt saman.... pufff tæki það aldrei í mál að fjárfesta í slíku útilegutæki, ég læt mig nú frekar hafa það að gista í tjaldi

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<