mánudagur, nóvember 13, 2006

 
Hverjum í andskotanum dettur í hug að við eigum að fara að borga íslenskukennslu fyrir þessa nýfluttu útlendinga sem streyma hingað til lands. Ég get með engu móti skilið þetta. Hvaða vitleysa er í gangi ? Ég get ekki betur séð en að við íslendingar sem borgum okkar skatta þurfum öll að greiða fyrir okkar skólagöngu þ.e. eftir skylduna. Svo koma útlendingar hérna til að vinna og senda meirihlutann af laununum aftur út og jú jú þeir fá bara ókeypis íslenskukennslu sem kostar alveg helling fyrir ríkið. Þeir geta sko bara alveg borgað sína helvítis íslenskukennslu sjálfir. Við eigum ekki að aðlaga okkur að þeim, þeir eiga að aðlaga sig að okkur og hananú.... ég er bara bálreið yfir þessari vitleysu.

Sá annars góða mynd um helgina; The Break-up með Jennifer Aniston og Vince Vaughn. Fannst hún hrikalega fyndin.

Komst í jólaskap í gær. Við mæðgur bökuðum tvær sortir, settum á okkur jólasveinahúfur og hlustuðum á jólalög á meðan plús... ég setti upp jólaóróana í gluggana.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<