miðvikudagur, nóvember 22, 2006

 
Hversu mikil snilld er það að kaupa sér bíl og fá 75 þús. króna gjafakort í Smáralind með. Já það var gaman hjá mér um helgina í Reykjavíkinni.
Ég er sem sagt búin að kaupa allar jólagjafir og núna er bara eftir að skreyta, skrifa jólakortin, kaupa jólamatinn og pakka inn gjöfum. Ekki leiðinlegt.
Fór til tannsa og hann var þvílíkt ánægður með mig þar sem ég er búin að vera svo dugleg að nota tannþráð á hverju kvöldi.
Fór í bíó með dótturina á "Skógarstríð"... algjör snilld sú mynd enda er ég teiknimyndafan.
Fórum líka í keilu með stelpuna... og ég horfði bara á.... finnst þetta ein asnalegasta og leiðinlegasta íþrótt sem til er... en það var gaman að sjá hvað litla fjögurra ára skvísan var klár.
Nýji bíllinn er æðipæði, algjör dreki.
Svo er ég að lesa frábæra bók sem heitir "Draumaveröld Kaupalkans".... úff hvað ég sé mig stundum í henni....hehehehehehe.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<