föstudagur, nóvember 03, 2006

 
Ég elska arkitektúr og þá sérstaklega innanhússarkitektúr og ég hefði pottþétt farið í það nám ef ég hefði fæðst með snefil af stærðfræðigáfum. Ég elska að stúdera hönnun og skipulagningu á heimilum. Sniðugar lausnir, falleg híbýli, smekklegheit og því um líkt. Vegna þessa áhuga míns þá eru Innlit/Útlit, Veggfóður og Extreme Makeover-home edition einir af mínum uppáhaldsþáttum.
Mér blöskraði þó verulega um daginn þegar ég horfði á Innlit/útlit. Ég rakst svo á grein í Mogganum í dag á bls. 61 eftir Arnar Eggert Thoroddsen. Í þessari grein segir Arnar frá upplifun sinni af síðasta Innlit/útlit þætti og hvað honum blöskraði eins og mér... endilega kíkið á þessa grein, mjög góð hjá honum. Ef þið hafið ekki séð Innlit/útlit þáttinn síðan síðasta þriðjudag endilega farið á netið og kíkið á hann. Það sem fór svona fyrir brjóstið á mér var hegðun þáttastjórnanda sem er frá mínu sjónarhorni algjörlega óviðeigandi og hann mætti skammast sín og biðjast afsökunar á þessu "atriði". Kíkt var í heimsókn til Ásgeirs Kolbeins og nýja íbúðin hans sem var frá mínu sjónarhorni algjörlega venjuleg íbúð.. það var ekkert athugavert við hana og eldhúsið var að mínu mati bara fínt, dökkar innréttingar og nýlegar en bara snyrtilegt og fínt. Arnari Gauta fannst þetta viðurstyggð og lét sko sjónvarpsáhorfendur heyra hvað honum fannst. Ég ætla að vona að fyrri íbúar hafi ekki séð þennan þátt, þvílík niðurlæging. Ég veit ekki hvernig ég get lýst þessu atriði á milli Arnars og Ásgeirs... þetta var ömurlegt í alla staði og þeir báðir eru ekki hátt skrifaðir hjá mér eftir þetta og örugglega fleirum. Þvílíkan snobbræfilshátt hef ég aldrei séð og vitað um. Skamm skamm !!!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<