þriðjudagur, nóvember 28, 2006

 
Ég veit ekki hversu oft ég óskaði mér í gær að vera Meredith Grey..... skil hinsvegar ekki afhverju hún á í svona miklum erfiðleikum með að velja á milli þessara tveggja; Dr. Finn og Dr. Shepard...... ég þyrfti nú ekki að hugsa mig um tvisvar, er alveg á því að Dr. Shepard búi yfir ofurkröftum. Ef ég myndi hitta hann myndi ég líklega falla í yfirlið.... hvernig er þetta hægt bara og skurðlæknir í þokkabót...úffffff... væri ekkert á móti því að hitta hann...sko ekki leikarann sjálfann heldur karakterinn.
Sá líka ansi merkilegan þátt á Rúv í gær frá BBC. Aldamótabörn. Sat alveg límd yfir þessum þætti enda koma oft stórkostlegir heimildarþættir frá BBC.

Annað; það er greinilega í tísku hjá Íslendingum að fara til Köben. Ein ónefnd sem er nýkomin þaðan sagði að það hefði gjörsamlega allt verið krökkt af Íslendingum í borginni. Hún fór á veitingastað og þar voru allir í kringum hana íslenskir, þegar losnaði borð við hliðina á henni sem á voru íslendingar komu bara íslendingar í staðinn. Alls staðar heyrði hún íslenskuna mælta. Mér finnst þetta ekki spennandi og ég held ég hafi engan áhuga á að fara til Köben a.m.k. ekki á þessum árstíma. Mér dettur frekar í hug Stokkhólmur sem er að ég hef heyrt mun fallegri og meira spennandi og ódýrari og áreiðanlega ekki mikið af Íslendingum. Æ þetta er bara einhver lenska hjá mér með utanlandsferðir, mig langar ekki til að fara á stað þar sem maður hittir endalaust fyrir Íslendinga. Annars er ég ekkert á leiðinni til útlanda.... mig langar bara að fara aftur til Bandaríkjanna ef ég á annað borð er að fara út... eða í skíðaferð punktur.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<