þriðjudagur, júlí 12, 2005

 

Gúrka

Á þessu bloggsvæði er gúrkutíð.... hef ekki frá neinu að segja nema þjóðhátíðarhugleiðingum sem ég er hrædd um að fólk fari að fá ógeð af....... talandi um ógeð...... verð að segja frá einni mest pirrandi auglýsingu sem skellt er fyrir framan nefið á manni á hverjum einasta degi með veðurfréttum á Stöð 2.
Landsbankinn..... "ég spái bara í sparnað".... viðbjóðslega leiðinlegar auglýsingar sem fara ofboðslega í taugarnar á mér, sorry man.
Annars verð ég að koma því að að auglýsingin mín virðist hafa borið árangur því Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2005 er fundið. Það verður frumflutt á FM957 á morgun eða hinn, get ekki beðið eftir að heyra það.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<