miðvikudagur, júlí 13, 2005

 

Stoltur Þjóðhátíðartjaldseigandi

Nú er kellingin og co búin að fjárfesta í Þjóðhátíðartjaldi og ekkert bara einhverju Þjóðhátíðartjaldi heldur Reynistaðarþjóðhátíðartjaldinu. Nú tekur við mikið ábyrgðarhlutverk og þessu fylgja að vísu blendnar tilfinningar. Hvað varðar blendnu tilfinningarnar þá snýst þetta um að við erum að kaupa eina fjölskyldu út úr tjaldinu. Fjölskyldu sem hefur alltaf verið á Þjóðhátíð frá því ég man eftir mér og margar minningar frá Þjóðhátíð tengjast einmitt þeim. Nú er svo komið að þau eru nánast hætt að hafa gaman af og fannst kominn tími til að yngri kynslóðin tæki við tjaldinu.
Við erum klár í dæmið. Ég ætla að halda mig við þá hefð sem hefur verið í Reynistaðartjaldinu að hafa pylsupartý eftir brekkusönginn á sunnudagskvöldinu, að hafa bakkelsi og kaffi á föstudaginn við setninguna og svo verða auðvitað samlokur í dunk fyrir svanga tjaldgesti, ekki spurning.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<