fimmtudagur, september 28, 2006
Alveg er mér sama með þessar virkjanir þarna á Kárahnjúkum og ég reyndar fatta ekki þessi endalausu mótmæli ennþá, dettur bara í hug málshátturinn "betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofaní"(eða hljómaði hann ekki svona annars). Allt í einu flykkjast ferðamenn að þessum stað núna... ætli ferðafrömuðir þessa lands hafi nokkuð vitað af þessum Kárahnjúkum áður. Ómar Ragnars að missa sig yfir þessu og heimtar að við kaupum stífluna.... til hvers ???? held hann sé að verða bull í koll núna kallinn. Þeir mega virkja klósettið heima hjá mér fyrir mér.... en nei.. ætli það fyllist ekki allt af mótmælendum heima hjá mér þá... hmmmmm..... "Ísland úr Nato" !!!!