miðvikudagur, september 20, 2006

 
Ég var að komast að því að ég er að hlaupa rétt tæpa þrjá kílómetra þrisvar í viku sem er bara nokkuð gott. Vinstra hnéð er þó ekki alveg sammála því að það sé eitthvað gott og mótmælir kröftuglega. Hef ekki fundið fyrir svona mótmælum síðan ég var í boltanum hérna í den. Ég er því búin að fjárfesta í þessari fínu hita og stuðningshlíf fyrir hnéð og vonandi gerir það eitthvert gagn... mér þykir nefnilega gaman að hlaupa með músík í eyrunum. Mér finnst það eins gaman og ég fæ eins mikið út úr hreyfingunni eins og mér finnst leiðinlegt og langdregið að labba og ég svitna bara ekki við það. Ég var þó ekki spenntari og montnari en það yfir hnéhlífinni um daginn en að ég gleymdi henni og fattaði það þegar ég var komin hálfa leið að mér var illt í hnénu.. já hlífin gerir ekkert gagn inní skáp.
Fór í saumó til Önnu Huldu í gærkvöldi og jeminn hvað það var gott að borða hjá henni og á morgun er frænkó hjá Önnu Sirrý og það verður ekki síðra þar ef ég þekki hana frænku rétt... þetta er allt að startast fyrir veturinn, farið að dimma og kólna, sjónvarpsdagskráin að verða betri og betri, kertatíminn að koma og það vantar bara snjóinn...grrrrrr.
Hvenær byrja Lost og Prison ????

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<