þriðjudagur, september 26, 2006

 
Eru konur með tvö börn duglegri en konur með eitt barn?
Eftirfarandi comment fékk ég um daginn og ég get sagt það að ég varð sótrauð af reiði.
"Hvernig er það á ekki að fara að koma með annað eins og xxxx, hún er svo dugleg að hún er að koma með sitt annað barn"
...uuuu er ég þá aumingi....að vinna allan daginn alla daga og ala upp barn í leiðinni... hver getur sagt mér það að kona í fæðingarorlofi með tvö börn sé duglegri en kona á vinnumarkaði með eitt barn...ég hef alveg verið í fæðingarorlofi og þetta var lúxuslíf.. vildi að ég gæti upplifað það oftar en ég myndi ekki telja mig duglega fyrir það... kannski bara heppna. Ég get aldrei sætt mig við þessa athugasemd... og ég tala nú ekki um óaðgætnina og hvað fólk getur látið út úr sér hikstalaust og án þess að pæla. Það getur ýmislegt verið á bakvið barnleysi eins og t.d. ófrjósemi og hvað gera svona athugasemdir annað en að skvetta olíu á eldinn.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<