föstudagur, september 29, 2006
Ég fékk sendingu frá Alla frænda í Ameríkunni í gær. United 93 DVD diskurinn og vá þvílík gleði. Ég er búin að bíða spennt eftir að sjá þessa mynd og örugglega búin að horfa á trailerinn 10 sinnum. Uppáhaldsfrændinn fylgist greinilega vel með hér á blogginu og leysti vandamálið svona létt þegar ég var að vandræðast yfir hvort ég ætti á ball eða til Reykjavíkur í bíó. Pakkinn kom reyndar aðeins of seint og ég fór á ballið... en húmorinn skilaði sér, ekta "Alla-húmor".
Ég gat auðvitað ekki beðið og fór að ráðum Alla, poppaði og horfði á myndina í gær. Þessi mynd olli mér sko ekki vonbrigðum, hún var algjör snilld og mæli ég hikstalaust með henni. Það sem mér fannst sniðugast í henni var að það var enginn þekktur leikari og gerði það myndina raunverulegri. Myndatakan var einnig snilld og sýndi þetta kaos svo vel sem einkenndi þennan dag. Frábært eintak... ég ætla að horfa á hana aftur og aftur.
Þúsund þakkir enn og aftur Alli. Við familían ætlum að byrja að spara fyrir næstu USA ferð og þá lofum við að stoppa aðeins lengur hjá þér.... vandamálið er bara flugið.. ég veit ekki hvort ég þori.