föstudagur, september 08, 2006
Úfff hvað ég er fegin að það er föstudagur enn og aftur. Ég ætla ekki að gera neitt um helgina eða jú... fer kannski í smá lundapysjurúnt með litlu dúlluna og það er allt og sumt. Annars er ég enn að hugsa um hvort ég eigi að fara á Sálarball um næstu helgi eða fara til Reykjavíkur og kíkja í bíó á United93... þetta er mikið og erfitt vandamál að velja um en það hlýtur að skýrast eftir helgi.
Eitt enn.... hver sagði að Alkemistinn væri góð bók ????? Oh my god.... ég er rúmlega hálfnuð á henni og ég er nú ekki alveg sammála því að hún sé eitthvað góð.... hún er allavega ekki að klófesta mig og ég eiginlega hlakka bara til að klára hana því jú... ég ætla nú ekki að gefast upp á henni. Ég er svo að bíða eftir Englum og Djöflum, Dan Brown er sko algjörlega í uppáhaldi hjá mér núna, það lá við að ég læsi Blekkingarleik á meðan ég var að elda, sú var spennandi.
Að öðru. Það er greinilegt að ég er mamma dóttur minnar. Hún var að fara á sína fyrstu alvöru fimleikaæfingu um daginn. Hún heimtaði að fara í spænska landsliðsbúningnum í fótbolta og með fótboltalegghlífarnar..... jiiii greinilegt að sumir eru að ala upp litla fótboltastelpu. Ég náði að sleppa legghlífunum en í búningnum fór hún og mikið var ég fegin að sjá aðra stelpu í stuttbuxum og bol því allar hinar voru í fimleikabolum, bleikum og prinsessulegum. Ætti ég að splæsa á hana fimleikafötum.........kannski kvartbuxum og bol.
Eitt enn.... hver sagði að Alkemistinn væri góð bók ????? Oh my god.... ég er rúmlega hálfnuð á henni og ég er nú ekki alveg sammála því að hún sé eitthvað góð.... hún er allavega ekki að klófesta mig og ég eiginlega hlakka bara til að klára hana því jú... ég ætla nú ekki að gefast upp á henni. Ég er svo að bíða eftir Englum og Djöflum, Dan Brown er sko algjörlega í uppáhaldi hjá mér núna, það lá við að ég læsi Blekkingarleik á meðan ég var að elda, sú var spennandi.
Að öðru. Það er greinilegt að ég er mamma dóttur minnar. Hún var að fara á sína fyrstu alvöru fimleikaæfingu um daginn. Hún heimtaði að fara í spænska landsliðsbúningnum í fótbolta og með fótboltalegghlífarnar..... jiiii greinilegt að sumir eru að ala upp litla fótboltastelpu. Ég náði að sleppa legghlífunum en í búningnum fór hún og mikið var ég fegin að sjá aðra stelpu í stuttbuxum og bol því allar hinar voru í fimleikabolum, bleikum og prinsessulegum. Ætti ég að splæsa á hana fimleikafötum.........kannski kvartbuxum og bol.