sunnudagur, september 24, 2006

 
Ég tek til baka gagnrýni mína á Stöð 2 fyrir að sýna Fóstbræðraþættina í hundraðasta sinn. Þetta er ógeðslega fyndið, mætti bara vera aðeins seinna því ég horfi auðvitað alltaf á Spaugstofuna líka hehehehe, algjör snilld þessir þættir.
Ég og nágrennið mitt lenti í vatnsleysi á laugardaginn og enginn vissi neitt eða hvað þetta yrði lengi. Ég var að brjálast yfir að geta ekki fengið mér kaffi um morguninn en bjargaði því með því að taka vatn úr brúsanum sem ég nota til að vökva blómin, ég gat ekki þvegið mér í framan, þvegið hendurnar á mér, sturtað niður, þvegið í kringum mig með borðtusku, notað uppþvottavélina og fleira og fleira. Ég var allavega voða þakklát fyrir vatnið þegar það kom aftur ca 8 klukkutímum seinna... aðeins of lengi að mínu mati og að vita ekkert um það fyrirfram. Mamma lánaði mér vatn í tvo tveggja lítra Pepsi brúsa þannig að kaffið reddaðist allavega á heimilinu.
Lovlí rólegheitahelgi annars að öðru leyti, horfði á tvær dvd; Firewall með Harrison Ford; fínasta afþreying en algjör amerísk formúlumynd og svo Half Life með Demi Moore; betra en sú fyrri og sem betur fer horfði ég á hana á sunnuDEGI..... varð svolítið hrædd... enda má ég nú ekki við miklu.
Ein spurning, hvort á ég að setja 10.000 kr. mánaðarlega inn á höfuðstólinn á íbúðalánasjóðsláni eða 10.000 kr. mánaðarlega inn á sparnaðarbók ????
...eða bara bæði ???!!!!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<