fimmtudagur, júní 30, 2005
Pökkuð helgi
Þoli ekki þegar ég get og vil vera á mörgum stöðum á sama tíma.. get það samt ekki nema klóna mig. Ég er að tala um brjálaða helgi framundan; árgangsmót á Sigló, Pollamót á Akureyri, brúðkaup í Reykjavík og goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Af öllu þessu þurfti ég að velja einn kost. Ég fer á Sigló sem er reyndar löngu ákveðið. Langar samt hrikalega með stelpunum á Akureyri, fékk svona fíling á æfingu í gær... svona 10 ára fíling að vera að fara í túrneringu og allt það, ekki skemmir heldur Sálarballið í Sjallanum sem er að vísu ekki "10 ára fílingur", en svona er þetta, fer bara næst og þá í miklu betra formi ;o) Eins er vinafólk að koma á goslokahátíðina (og þá flý ég bara af eyjunni) og vinafólk að gifta sig með tilheyrandi dúndurpartýi í Reykjavík..... og það eru 52 helgar á árinu, furðulegt að ein helgi skuli vera svona vinsæl.
Eitt enn.... ég skil ekki sumarbrúðkaup.... allir í ferðalögum um allt og sumarfríi og vesen, ég ætla sko að gifta mig um hávetur þegar fólk er búið að taka sumarfríið sitt og hefur ekkert betra að gera um helgar nema fara í brúðkaup.
Eitt enn.... ég skil ekki sumarbrúðkaup.... allir í ferðalögum um allt og sumarfríi og vesen, ég ætla sko að gifta mig um hávetur þegar fólk er búið að taka sumarfríið sitt og hefur ekkert betra að gera um helgar nema fara í brúðkaup.