þriðjudagur, júní 28, 2005
Ristabrauðssamlokan
Keypti mér svona ristapoka um daginn. Var búin að láta auglýsinguna frá Myllunni mata mig á hvað þetta væri nú ferlega sniðugt. Leit nú ansi vel út í sjónvarpinu; Myllubrauðssamloka, ostur, skinka, sósa og grænmeti á milli og þetta var svo auðvelt bara beint í ristapokann og í ristabrauðsvélina. Kom þessi líka flotta samloka út, snyrtilegt og tók minnstan tíma.
Það er næsta víst að ég hefði ekki fengið hlutverk í þessari auglýsingu.
Ætlaði sko aldeilis að prófa þetta og bjó til þessa fínu samloku (auðvitað úr Myllubrauði)....... en samlokan vildi ekki í ristapokann, ég þurfti að troða henni í og þetta var ekki snyrtilegt því pokinn var allur orðinn út úr sósu samt gerði ég alveg eins og í auglýsingunni. Samlokan fór að lokum ofaní pokann og þá var næsta verk að koma henni í ristabrauðsvélina og ekki tók betra við. Ég viðurkenni að ég hamaðist aðeins við þetta og ýtti vel ofaná hana en nei hún fór ekki ofaní og allan tímann þrjóskaðist ég við og hugsaði um auglýsinguna, nei ristabrauðsvélin í auglýsingunni var sko ekkert stærri en mín. Að lokum gafst ég upp og tók samlokuna út úr pokanum, hálfkramda og ógirnilega, skellti henni á mínútugrillið og á diskinn. Ég þarf greinilega að kaupa mér stærri ristabrauðsvél til að geta notað þessa æðislega sniðugu ristapoka frá Myllunni.
Það er næsta víst að ég hefði ekki fengið hlutverk í þessari auglýsingu.
Ætlaði sko aldeilis að prófa þetta og bjó til þessa fínu samloku (auðvitað úr Myllubrauði)....... en samlokan vildi ekki í ristapokann, ég þurfti að troða henni í og þetta var ekki snyrtilegt því pokinn var allur orðinn út úr sósu samt gerði ég alveg eins og í auglýsingunni. Samlokan fór að lokum ofaní pokann og þá var næsta verk að koma henni í ristabrauðsvélina og ekki tók betra við. Ég viðurkenni að ég hamaðist aðeins við þetta og ýtti vel ofaná hana en nei hún fór ekki ofaní og allan tímann þrjóskaðist ég við og hugsaði um auglýsinguna, nei ristabrauðsvélin í auglýsingunni var sko ekkert stærri en mín. Að lokum gafst ég upp og tók samlokuna út úr pokanum, hálfkramda og ógirnilega, skellti henni á mínútugrillið og á diskinn. Ég þarf greinilega að kaupa mér stærri ristabrauðsvél til að geta notað þessa æðislega sniðugu ristapoka frá Myllunni.