fimmtudagur, september 29, 2005

 

Bleikt, bleikt, bleikt með prinsessuívafi

Hvað er þetta eiginlega með prinsessur og bleikan lit hjá stelpum. Dóttir mín talar ekki um annað en bleikan lit og prinsessur - ég veit...ekki lík mömmu sinni. Hún vill bleikan sandkassa, bleikt herbergi, bleikt hár, prinsessukjól, prinsessurúm, bleikt sjónvarp, bleika sósu, bleik föt og ef hún mætti ráða þá væri himininn bleikur. Hún mátaði fótboltalegghlífarnar mínar um daginn og vildi prinsessulegghlífar....bleikar auðvitað. Hún vill bara prinsessulitabók og það verður að vera bleikur litur í litakassanum. Hún vildi gefa afa sínum blóm í afmælisgjöf og hún fékk að velja þau - hún valdi auðvitað bleikan blómvönd. Ég varð hálf kvíðin þegar mjólkurumbúðunum var breytt fyrir nokkru síðan þannig að undanrennan sem ég nota fór í bleikar umbúðir en nýmjólkin sem hún notar í bláar umbúðir - hélt hún myndi bara vilja bleika mjólk hér eftir því blár er víst strákalitur en það bjargaðist.
Hún fær ósk sína uppfyllta um jólin. Hún fær að vera í bleikum prinsessukjól af Ernu sys síðan hún var lítil. Hún verður sko í skýjunum yfir því sú bleika.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<