miðvikudagur, september 28, 2005

 

Hreystin uppmáluð


...og hvað haldið þið að ég hafi vaknað við í morgun..... útvarpsvekjarann minn eins og vanalega nema hvað en í útvarpinu var verið að ræða Baugsmálið, hvað annað.....pirrretípirr, ég var ekki lengi að skella hendinni á "snooze".
Annars er maður á fullu í ræktinni þessa dagana. Hef reyndar verið ansi dugleg þetta árið að púla í hádeginu, vígði svo nýju handlóðin mín í gær og tók vel á .... harðsperrur í dag í öllum handleggsvöðvum. Hefði aldrei getað trúað því hvað góð og regluleg hreyfing skilar sér til manns í aukinni orku í daglega lífinu. Svo má hrósa www.s1.is, www.ruv.is og www.stod2.is fyrir vefsjónvarpið sitt. Það hefur algörlega bjargað mér og haldið mér við efnið að geta horft á hina ýmsustu þætti í gegnum fartölvuna á meðan ég púla - algjör snilld.
Nammiþörfin hefur samt sem áður ekki minnkað .... spurning hvort það gerist sjálfkrafa - hef ekki mikinn sjálfsaga í að neita mér um lakkrís og súkkulaði si svona held ég borði bara nammi með betri samvisku eftir að hafa byrjað að hreyfa mig ...eða á það ekki að vera öfugt hmmmmm ?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<