föstudagur, september 09, 2005

 

Lestrartími

Ég er ekki mikill lestrarhestur... allavega ef ég miða við Hjördísi sys en á mína spretti. Fór á Bókasafnið um daginn í tilefni skammdegiskomunnar og tók "Svo fögur bein"... er búin að lesa nokkrar blaðsíður og hún lofar ansi góðu.
Finnst alltaf tilheyra að fara á bókasafnið þegar fer að dimma. Í fyrra tók ég einn þriðja af Ísfólkinu, hætti á 17. bók, fannst þetta orðið frekar þunnt og ruglingslegt en fyrstu bækurnar voru æðislegar.
Ég er ekki komin inn á að lesa bækurnar eftir Arnald, sakamálasögur, ástarsögur og þessháttar. Hef bara aldrei haft gaman af sakamálum, hvorki í sjónvarpi né lestri og svo eru þessar ástarsögur allar eins. Á unglingsárunum las ég Stephen King og bara hann. Núna er ég algjörlega inná svona lífsreynslusögum, örlagasögum og sögum sem gerast kynslóð eftir kynslóð, finnst þær svo forvitnilegar og ævintýralegar. Í fyrra tók ég líka bækurnar eftir Dave Pelzer um "Drenginn sem var kallaður þetta"... hún var hroðaleg og með ólíkindum að hún sé sannsöguleg. Einnig las ég bækurnar hennar Jean M. Auel (sögur sem gerast fyrir 35 þúsund árum) og mæli ég hikstalaust með henni fyrir ævintýraunnendur, Brynjar náði varla sambandi við mig á meðan ég var með þær.
Hvaða bækur eruð þið að lesa í dag ?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<