föstudagur, september 02, 2005
"Óverjandi"
Er eitthvað óverjandi ?
Alltaf fer það jafn mikið í taugarnar á mér þegar íþróttafréttamenn tala um að "stórglæsilegt mark hafi verið skorað og algjörlega óverjandi fyrir markmanninn".......hey ekki vildi ég standa í marki og verja það fyrir hinu liðinu ef eitthvað væri óverjandi fyrir mig. Myndi skilja þetta ef markið væri 5 metrar á hæð og efsta hlutann væri einfaldlega ekki hægt að verja vegna hæðar. Það væri skv. minni skilgreiningu óverjandi fyrir markmanninn.