fimmtudagur, október 27, 2005

 

Bókin og sjónvarpið

Ég er að gefast upp á bókinni sem ég er að lesa (Steiktir grænir tómatar). Fattaði eitt kvöldið þegar ég var að lesa að ég var búin að lesa þrjár blaðsíður og mundi bara ekkert hvað ég var að lesa um. Þessi bók er allavega ekki að klófesta mig eins og fyrri bækur sem ég hef verið að lesa. Ætla samt að gefa henni smá séns og athuga hvað gerist - annars bara skila ég henni og tek aðra bók af listanum mínum - no prob.

Það er lítið að frétta og lítið að gerast hjá kellingunni þessa dagana. Aðallega sjónvarpsdagskráin sem heillar á kvöldin. Er búin að taka eftir að Stöð 2 er alveg að tapa sér í öllum þessum stuttu amerísku grínþáttum sem eru allir eins, þoli þá ekki. Föstudagskvöldin eru t.a.m. hlaðin þessum grínstubbum ef frá er talið Idolið. Alveg mega þeir missa sín þessir þættir og eins finnst mér margir af þessum amerísku framhaldsþáttum allir eins eins og allir læknaþættirnir í sjónvarpinu - hvað er í gangi ??? svo er ég eiginlega alveg hætt að geta fylgst með þessum læknaþáttum því yfirleitt er barn sem deyr í þeim og þá er ég búin að vera, grenjandi og með kökk í hálsinum - nenni ekki að líða svoleiðis. Það er þá helst Idolið, 4400, Apprentice auðvitað og svo hef ég gaman af Wife Swap, Opruh, Sjálfstætt fólk og Jóa Fel.. meira er það ekki. Spurningin er því hvort maður tími að hætta með Stöð 2 eða hvort maður tími að halda áfram að borga af Stöð 2.

Annars er stórt ball um helgina. Ætla að láta mér nægja að fara á matinn og skemmtiatriðin og svo heim eftir það. Alveg nóg fyrir mig.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<