laugardagur, október 01, 2005

 

Crash

Sá snilldar kvikmynd í gær, Crash. Hún var í alla staði frábær; söguþráðurinn eða þræðirnir, persónusköpunin, húmorinn, spennan og leikurinn. Sat límd yfir henni og sveiflaðist frá að vera bálreið út í eina persónuna, vorkenna henni, bálreið aftur út í hana og hlæja svo að henni í endann - fullkomnlega sátt við hana. Var farin að berja á lærin á mér í einu atriðinu sem var svo spennandi að ég fékk gæsahúð að lokum, táraðist og hló svo. Þessi mynd kemst á lista yfir bestu myndir sem ég hef séð. Myndin fjallar um nokkra einstaklinga með mjög mismunandi bakgrunn og sögur þeirra fléttast saman á einn eða annan hátt. Rauði þráðurinn í sögunum er kynþáttamisrétti. Algjör snilld.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<