laugardagur, október 15, 2005

 

Ekki er öll vitleysan eins


Jeminn eini. Var að lesa í DV að hjónakornin væntanlegu Tom Cruise og Kate Holmes eigi von á barni....allt í lagi með það og gott og blessað en...... skv. Vísindakirkjunni sem Tommi og Kata eru í þá verður fæðingin og uppeldið á þessu blessaða barni vægast sagt furðulegt. Í fæðingunni á að vera algjört hljóð, enginn má tala og Kata má ekki láta heyra í sér á meðan hún fæðir barnið - engin öskur, ekkert tal og ekki einu sinni má hún sýna svipbrigði að hún finni fyrir sársauka. Ef hún missir sig og/eða ef einhver talar eða músík heyrist á fæðingarstofunni þá getur það haft varanlegan skaða í för með sér fyrir nýfætt barnið. Já .... ég hélt ég væri búin að heyra alla vitleysuna en þá tók steininn úr.... þegar barnið er fætt þá má hvorki móðir né faðir ekki tala við það í sjö daga og...... svo má alls ekki hlæja eða gráta fyrir framan barnið í framtíðinni. Mér þætti gaman að vita hvaða áhrif þetta hefur á börn Vísindakirkjunnar - ég get ekki ímyndað mér að þau séu tilfinningalega heil.
.... en ferlega eru þau flott saman... eins flott og þetta er klikkað.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<