mánudagur, október 31, 2005
Helgin í hnotskurn
Get ekki sagt annað en að helgin hafi verið mér ljúf. Föstudagurinn byrjaði með hvelli, fyrsta alvöru vetrarveðrið skall á og mín var auðvitað hæstánægð með bylinn og snjókomuna, var meira að segja óskað til hamingju með veðrið hehehe.
Ég ákvað að labba á leikskólann og í vinnuna og sá ekki eftir því í hádeginu þegar ég frétti af því að fólk væri að festa bílana sína á víð og dreif. Ég hafði greinilega vit á því að fara ekki á bílnum, þó ég eigi þennan fína "snjóbíl" (Subaru) þá einfaldlega treysti ég ekki sjálfum mér að keyra í snjó. Tókst einu sinni á einhvern undraverðan hátt að festa gamla SAABinn okkar við Þjóðarbókhlöðuna í Reykjavík og það var bara smá slabb..... skammaðist mín ekkert smá. Ég komst því allra minna ferða auðveldlega á tveimur jafnfljótum, klæddi mig bara vel og fór í gönguskóna. Kvöldið var svo ansi notalegt heima með kertaljós og við mæðgur horfðum út um gluggann á fólkið sem var að festa sig í götunni... án gríns.... hvað fær fólk til að fara út í svona veður á vanbúnum bílum - löggan mætt á svæðið og allt. Einn fór meira að segja í lúguna í Tvistinum og fór ekki af stað aftur.... hann festi sig.
Á laugardagsmorgun fórum við mæðgur snemma út og ætluðum að búa til snjókarl en það var ekki hægt þannig að mamman útbjó þetta fína snjóhús, mokaði innkeyrsluna og gangstíginn... já maður verður nú að nýta snjóinn á meðan hann er.
Kellingin kíkti uppí Höll á laugardagskvöldið. Var búin að ákveða að vera bláedrú og stóð við það... var í vatninu allt kvöldið og skemmti mér konunglega - var hinsvegar ansi hissa á öllu þessu fylleríi strax þegar mætt var á svæðið....vá hefði ekki getað trúað þessu en maður tekur eftir ýmsu þegar maður er edrú. Fór heim eftir skemmtiatriðin og beint í bað og öll fötin beint í þvottavélina - hata reykingalyktina og mig sveið í augun yfir öllum reyknum. Spurning um að gera þetta að reglu þ.e. að drekka bara vatn þegar eitthvað er í gangi... manni líður svo miklu betur við það.... vantar að vísu danskjarkinn en það er allt í lagi. Vaknaði svo eldhress um morguninn og tók stelpuna í sleðaferð, dró hana alla leið uppeftir til ömmu og afa í kaffi og svo fórum við að bruna og það var sko gaman. Stelpan er á æðislegum aldri (hef reyndar sagt það frá því hún fæddist). Núna er hún sko orðin nógu stór til að fara í bíó og mamman nýtir sér það í botn. Fórum í annað sinn í bíó í gær. Sáum Madagascar og hún var bara skemmtileg, popp og kók - skemmtum okkur konunglega. Takk fyrir mig.
Ég ákvað að labba á leikskólann og í vinnuna og sá ekki eftir því í hádeginu þegar ég frétti af því að fólk væri að festa bílana sína á víð og dreif. Ég hafði greinilega vit á því að fara ekki á bílnum, þó ég eigi þennan fína "snjóbíl" (Subaru) þá einfaldlega treysti ég ekki sjálfum mér að keyra í snjó. Tókst einu sinni á einhvern undraverðan hátt að festa gamla SAABinn okkar við Þjóðarbókhlöðuna í Reykjavík og það var bara smá slabb..... skammaðist mín ekkert smá. Ég komst því allra minna ferða auðveldlega á tveimur jafnfljótum, klæddi mig bara vel og fór í gönguskóna. Kvöldið var svo ansi notalegt heima með kertaljós og við mæðgur horfðum út um gluggann á fólkið sem var að festa sig í götunni... án gríns.... hvað fær fólk til að fara út í svona veður á vanbúnum bílum - löggan mætt á svæðið og allt. Einn fór meira að segja í lúguna í Tvistinum og fór ekki af stað aftur.... hann festi sig.
Á laugardagsmorgun fórum við mæðgur snemma út og ætluðum að búa til snjókarl en það var ekki hægt þannig að mamman útbjó þetta fína snjóhús, mokaði innkeyrsluna og gangstíginn... já maður verður nú að nýta snjóinn á meðan hann er.
Kellingin kíkti uppí Höll á laugardagskvöldið. Var búin að ákveða að vera bláedrú og stóð við það... var í vatninu allt kvöldið og skemmti mér konunglega - var hinsvegar ansi hissa á öllu þessu fylleríi strax þegar mætt var á svæðið....vá hefði ekki getað trúað þessu en maður tekur eftir ýmsu þegar maður er edrú. Fór heim eftir skemmtiatriðin og beint í bað og öll fötin beint í þvottavélina - hata reykingalyktina og mig sveið í augun yfir öllum reyknum. Spurning um að gera þetta að reglu þ.e. að drekka bara vatn þegar eitthvað er í gangi... manni líður svo miklu betur við það.... vantar að vísu danskjarkinn en það er allt í lagi. Vaknaði svo eldhress um morguninn og tók stelpuna í sleðaferð, dró hana alla leið uppeftir til ömmu og afa í kaffi og svo fórum við að bruna og það var sko gaman. Stelpan er á æðislegum aldri (hef reyndar sagt það frá því hún fæddist). Núna er hún sko orðin nógu stór til að fara í bíó og mamman nýtir sér það í botn. Fórum í annað sinn í bíó í gær. Sáum Madagascar og hún var bara skemmtileg, popp og kók - skemmtum okkur konunglega. Takk fyrir mig.