fimmtudagur, október 20, 2005
Ný manneskja
Nýkomin úr klippingu og þvílíki munurinn - er ekki fjarri því að sjálfstraustið aukist við það eitt að fara í klippingu. Er reyndar búin að hafa leiðinlega hárdaga síðustu vikur þar sem ég er að reyna að safna og hárið á mér er svo slétt að það er bara algjörlega sleikt á hausnum á mér og svo rúllast það alltaf upp að aftan og toppurinn lætur ekki að stjórn og mér finnst ég bara púkaleg með þetta hár. Vildi að ég gæti bara fengið Mæju klippara til að koma til mín á hverjum morgni og laga hárið áður en ég fer út því aldrei get ég gert eins fínt og hún. Nú er kellingin komin með stuttan topp þannig að hann á ekki að vera til vandræða í bili og það verður haldið áfram að safna aðeins meir.
Talandi um hár- vildi óska að Viska byði upp á námskeið í "hárgreiðslufræðum" fyrir byrjendur. Ég er alveg í vandræðum með hárið á stelpunni því ég kann ekkert að gera neitt við þetta fallega hár sem hún hefur. Ég kann bara að gera tagl og tígó og svo set ég spöng endrum og eins .... vildi óska að ég kynni að búa til fléttur og ekki væri verra að geta gert fastar fléttur eins og þær á leikskólanum dunda sér stundum við, tími varla að taka það úr hárinu á henni það er svo flott.
Talandi um hár- vildi óska að Viska byði upp á námskeið í "hárgreiðslufræðum" fyrir byrjendur. Ég er alveg í vandræðum með hárið á stelpunni því ég kann ekkert að gera neitt við þetta fallega hár sem hún hefur. Ég kann bara að gera tagl og tígó og svo set ég spöng endrum og eins .... vildi óska að ég kynni að búa til fléttur og ekki væri verra að geta gert fastar fléttur eins og þær á leikskólanum dunda sér stundum við, tími varla að taka það úr hárinu á henni það er svo flott.