miðvikudagur, október 19, 2005

 

Nei ég er sko ekki matvönd en.....

Ég er ekki matvönd manneskja - því fer fjarri, borða nánast allt sem að kjafti kemur en á samt sem áður mína spretti í sérvitringshátt. Rúsínur eru eitt af mínum veikleikum. Ég get ekki borðað mat sem inniheldur rúsínur. Til dæmis þarf ég að plokka allar rúsínur úr kökum og brauðum ef það er hægt - get ekki borðað kökur eða brauð með rúsínum í - fæ bara algjöra klígju. Fékk gefins heimagert slátur um daginn og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég fann að það voru rúsínur í blóðmörinni - ég hélt ég myndi æla og ekki var hægt að taka þær úr þannig að ég sleppti því að borða blóðmörina - alveg með rúsínuhrollinn í mér lengi á eftir. Rúsínur í grjónagraut virka heldur ekki á mig - ætlaði að prófa um daginn að strá nokkrum yfir, ég var ekki lengi að týna þær aftur uppúr. Það skrýtna við þetta allt saman er að mér finnst rúsínur mjög góðar og get borðað þær alveg einar og sér og ekki er verra ef þær eru súkkulaðihjúpaðar.
Eins með appelsínur. Get ekki borðað appelsínur, finnst þær vondar og mér finnst vond lykt af þeim, eins með Trópí með aldinkjöti - get ekki drukkið það útaf draslinu. Samt borða ég á hverjum degi ristaðbrauð með osti og appelsínumarmelaði (að vísu bara hlaupið sjálft ekki draslið) og mér finnst mandarínur góðar ef þær eru vel súrar.
Mér finnst lambakjöt ekki gott... jú læri er ágætt ef ég fæ rauðkál með því. Lærissneiðar í raspi finnst mér hræðilegar því þá sé ég ekki fituna og það allt sem ég þarf að skera í burtu. Þoli ekki þegar ég borða kjöt og það heyrist svona smellur í fitunni ojjj.
Ég borða allan fisk og þá meina ég allan nema siginn fisk og þorsk. Smakkaði á signum fiski fyrir ekki svo löngu síðan og mér fannst ég vera að borða bein og það er nóg fyrir mig að finna eitt bein í fisk og þá er ég hætt og búin að missa matarlystina. Þorskurinn er góður á bragðið en til að ég borði hann þyrfti að ljúga að mér að hann væri ýsa því mig hryllir við að borða hann eftir að hafa verið að týna trilljón orma úr honum hérna í gamla daga þegar ég vann í Ísfélaginu, ojj hvað það voru margir ormar stundum í einu flaki.
En jæja man ekki eftir fleirum atriðum.... en hvað með ykkur ???

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<