þriðjudagur, október 18, 2005
Næsta bók á dagskrá er...
...."Steiktir grænir tómatar".
Kláraði "Svo fögur bein" í fyrradag og hún var bara nokkuð góð, bjóst samt við að hún væri betri enda búin að gera mér miklar vonir með hana. Hún var samt mjög góð og skilur mikið eftir sig, vel skrifuð, átakanleg og sorgleg. Fór svo á Bókasafnið í gær með langan lista af fýsilegum bókum; allt bækur sem þið hér höfðuð bent mér á. Ég ætla svo að vera fljót að lesa þessa bók því það eru ansi margar bækur á listanum sem kalla á mig.
Heyrnin er annars komin í lag. Náði sjálf að losa um stífluna með sprautu og heitu vatni og vááá hvað það var skrýtið að heyra aftur. Þvílíkur léttir. Fór að velta því fyrir mér hvort ég hafi ekki bara verið með einhverja stíflu í einhvern tíma því ég heyrði þvílíkt vel og allt var svo tært og hreint. Þegar vinstra eyrað var komið í lag þá fann ég að hægra eyrað var eitthvað stíflað fyrir en ekkert alvarlega... ætla að græja það í dag - verð þá fullkomnlega í STEREÓ, en þvílíkur munur og léttir að heyra aftur.
Kláraði "Svo fögur bein" í fyrradag og hún var bara nokkuð góð, bjóst samt við að hún væri betri enda búin að gera mér miklar vonir með hana. Hún var samt mjög góð og skilur mikið eftir sig, vel skrifuð, átakanleg og sorgleg. Fór svo á Bókasafnið í gær með langan lista af fýsilegum bókum; allt bækur sem þið hér höfðuð bent mér á. Ég ætla svo að vera fljót að lesa þessa bók því það eru ansi margar bækur á listanum sem kalla á mig.
Heyrnin er annars komin í lag. Náði sjálf að losa um stífluna með sprautu og heitu vatni og vááá hvað það var skrýtið að heyra aftur. Þvílíkur léttir. Fór að velta því fyrir mér hvort ég hafi ekki bara verið með einhverja stíflu í einhvern tíma því ég heyrði þvílíkt vel og allt var svo tært og hreint. Þegar vinstra eyrað var komið í lag þá fann ég að hægra eyrað var eitthvað stíflað fyrir en ekkert alvarlega... ætla að græja það í dag - verð þá fullkomnlega í STEREÓ, en þvílíkur munur og léttir að heyra aftur.