mánudagur, október 17, 2005
...og aftur til læknis í þriðja sinn.
Hvað er í gangi með mig.... í þriðja sinn á rétt rúmlega mánuði þarf ég að fara til læknis - vonandi er þetta komið í bili. Fyrst var það augnvírusinn svo sýkingin í puttanum og núna er það heyrnarleysið. Ég heyri bara með öðru eyranu og það er vægast sagt mjög óþægilegt og pirrandi og ég verð bara geðill af að vera svona. Fólk þarf að hækka róminn til að ég heyri og ég vaknaði næstum því ekki við vekjarann í morgun því ég lá á eyranu sem ég heyri með.
Vonandi virkar málshátturinn "allt er þegar þrennt er" og ég þarf ekki aftur til læknis í bráð.
Helgin var annars fín hjá heyrnleysingjanum. Er búin að hafa það svo gott undanfarnar helgar að ég er ekki að nenna að fara á ball um næstu helgi. Gerði eiginlega ekki neitt... jú skúraði og tók til... lék við stelpuna og glápti á sjónvarpið.
Tók dvd mynd á laugardagskvöldið "Sin City" og horfði á hana í kortér og hætti þá, leist ekkert á blikuna - þarf greinilega að setja sig í einhverjar spes stellingar til að horfa á þá mynd - endaði á að horfa á Big með Tom Hanks á Stöð 2 sem er ein besta mynd sem ég hef séð og vakti góðar minningar. Man ekki hvað ég horfði oft á þessa mynd hérna í gamla daga en þau voru ófá skiptin.
Þessar helgar eru annars svo fljótar að líða og reyndar vikan öll að ég verð komin á elliheimili áður en ég veit af.... og án efa með heyrnartæki í öðru eyranu.
Vonandi virkar málshátturinn "allt er þegar þrennt er" og ég þarf ekki aftur til læknis í bráð.
Helgin var annars fín hjá heyrnleysingjanum. Er búin að hafa það svo gott undanfarnar helgar að ég er ekki að nenna að fara á ball um næstu helgi. Gerði eiginlega ekki neitt... jú skúraði og tók til... lék við stelpuna og glápti á sjónvarpið.
Tók dvd mynd á laugardagskvöldið "Sin City" og horfði á hana í kortér og hætti þá, leist ekkert á blikuna - þarf greinilega að setja sig í einhverjar spes stellingar til að horfa á þá mynd - endaði á að horfa á Big með Tom Hanks á Stöð 2 sem er ein besta mynd sem ég hef séð og vakti góðar minningar. Man ekki hvað ég horfði oft á þessa mynd hérna í gamla daga en þau voru ófá skiptin.
Þessar helgar eru annars svo fljótar að líða og reyndar vikan öll að ég verð komin á elliheimili áður en ég veit af.... og án efa með heyrnartæki í öðru eyranu.