þriðjudagur, október 11, 2005
Snjókorn falla
Vaknaði í morgun og leit út um gluggann... viti menn, það snjóaði jólasnjó - æðislegt.
Þegar fyrsti snjórinn kemur á veturna þá fæ ég allskonar fiðring; barnið kemur upp í mér og mig langar til að fara að bruna á snjósleða, fæ algjöran kertafíling og notalegheitafiðring, langar að fara í göngutúr í snjókomunni með húfu og vettlinga og fara svo á kaffihús og fá mér heitt kakó með rjóma. Ég fékk líka svona jólafiðring; langar bara að setja aðventuljósið út í glugga og skreyta..... en verð að bíða að eins með það - rólegan æsing Matthildur !
Bíllinn fór hinsvegar ekki í gang í morgun, hefur greinilega verið eitthvað kalt þannig að við mæðgur græddum þennan fína göngutúr í snjókomunni og ég var eins og snjókarl þegar ég mætti í vinnu allt allt of seint - I love it !!!