mánudagur, nóvember 21, 2005
Bla bla....
Eitthvað er maður andlaus og latur í dag og ekki er frá mörgu að segja enda hinn frægi mánudagur en það styttist óðum í helgina.
Eggert Skúlason hitti aldeilis naglann á höfuðið á föstudaginn þegar hann sagði eitthvað á þessa leið: "...að hommar og lesbíur ættu að hafa nákvæmlega sömu mannréttindi og annað fólk. Samkynhneigt fólk er að borga sína skatta eins og aðrir og eiga því að fá 100% sömu réttindi og við hin. Ef þeir hafa bara 90% réttindi þá eiga þeir að fá skattaafslátt sem nemur þeirri prósentu. Mér fannst þetta hinn mikli sannleikur og fyrir vikið fær Eggert enn fleiri prik frá mér... á þónokkuð mörg fyrir karlinn enda gaman að honum.
Þessi helgi var sannkölluð inniletihelgi. Tók tvær videóspólur; Hostage með Bruce Willis (mjög góð spennumynd) og War of the Worlds með Tom Cruise (líka mjög góð - líktist svolítið independence day).
Litla stelpan mín er að verða stór stelpa og greinilega komin með kærasta þriggja ára gömul. Þetta samtal átti sér stað við matarborðið á föstudaginn:
Ég: "Áttu kærasta?"
Linda Björk: "Já"
Ég: "Nú.. hvað heitir hann?"
Linda Björk: "Hann heitir Valur Yngvi"
Ég: "Jááá... ertu búin að kyssa hann?"
Linda Björk "Já.. heima hjá honum uppí rúmi"
....eins og ekkert sé sjálfsagðara..... og það var mikið hlegið að þessu.
Eggert Skúlason hitti aldeilis naglann á höfuðið á föstudaginn þegar hann sagði eitthvað á þessa leið: "...að hommar og lesbíur ættu að hafa nákvæmlega sömu mannréttindi og annað fólk. Samkynhneigt fólk er að borga sína skatta eins og aðrir og eiga því að fá 100% sömu réttindi og við hin. Ef þeir hafa bara 90% réttindi þá eiga þeir að fá skattaafslátt sem nemur þeirri prósentu. Mér fannst þetta hinn mikli sannleikur og fyrir vikið fær Eggert enn fleiri prik frá mér... á þónokkuð mörg fyrir karlinn enda gaman að honum.
Þessi helgi var sannkölluð inniletihelgi. Tók tvær videóspólur; Hostage með Bruce Willis (mjög góð spennumynd) og War of the Worlds með Tom Cruise (líka mjög góð - líktist svolítið independence day).
Litla stelpan mín er að verða stór stelpa og greinilega komin með kærasta þriggja ára gömul. Þetta samtal átti sér stað við matarborðið á föstudaginn:
Ég: "Áttu kærasta?"
Linda Björk: "Já"
Ég: "Nú.. hvað heitir hann?"
Linda Björk: "Hann heitir Valur Yngvi"
Ég: "Jááá... ertu búin að kyssa hann?"
Linda Björk "Já.. heima hjá honum uppí rúmi"
....eins og ekkert sé sjálfsagðara..... og það var mikið hlegið að þessu.