fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Brók, pulsa og syk !
Það er orðið slæmt þegar eitt versta orðið sem ég veit um er farið að minna annað fólk á mig... jedúdda....Lauga hugsaði allavega til mín í dag þegar hún sá orðið "brók" á netspjalli......hrollur.... orðið "brók" er eitt það ljótasta orð sem ég veit um og hananú. Þetta orð er mikið notað af hinum helmingnum mínum og reyndar flestum siglfirðingum sem ég þekki.
Orðið "brók" kom ekki fyrir í minni uppvaxtarorðabók... mér var kennt að segja "nærbuxur" eða "naríur". Mér finnst það miklu fallegri orð og held mig við þau. Það er eitthvað ljótt við "brók"... hvernig það er sagt og hvernig það lítur út á blaði. Ég hef ansi oft "leiðrétt" hinn helminginn minn með setningu á borð við þessa "....þetta heitir nærbuxur" og ég fæ í magann þegar dóttirin hermir eftir pabba sínum og segist ætla í brókina.... ojjjjjj ...... "ÞETTA ERU NÆRBUXUR !!!!"
....."viltu pulsu ?" annar hrollur.... þetta heitir pylsa ekki pulsa..... hinn helmingurinn kenndi mér að þetta héti pylsa og honum tókst það svona flott að ég segi aldrei pulsa aftur.... og mig hryllir við þegar fólk segist ætla að fá sér pulsu..... og pulsubrauð.... - eina pylsu takk !
..og fyrst ég er komin í stuð hver kannast ekki við "má bjóða þér brjóstsyk?" aaarrrgghhhh -þetta heitir brjóstsykur og þú býður t.d ekki öðrum syk í kaffið. Hér er brjóstsykur, um brjóstsykur, frá brjóstsykri til brjóstsykurs.
Jæja best að kveikja á ristabrauðsvélinni, loka dyrinni og horfa bara útum gluggarúðuna.
Orðið "brók" kom ekki fyrir í minni uppvaxtarorðabók... mér var kennt að segja "nærbuxur" eða "naríur". Mér finnst það miklu fallegri orð og held mig við þau. Það er eitthvað ljótt við "brók"... hvernig það er sagt og hvernig það lítur út á blaði. Ég hef ansi oft "leiðrétt" hinn helminginn minn með setningu á borð við þessa "....þetta heitir nærbuxur" og ég fæ í magann þegar dóttirin hermir eftir pabba sínum og segist ætla í brókina.... ojjjjjj ...... "ÞETTA ERU NÆRBUXUR !!!!"
....."viltu pulsu ?" annar hrollur.... þetta heitir pylsa ekki pulsa..... hinn helmingurinn kenndi mér að þetta héti pylsa og honum tókst það svona flott að ég segi aldrei pulsa aftur.... og mig hryllir við þegar fólk segist ætla að fá sér pulsu..... og pulsubrauð.... - eina pylsu takk !
..og fyrst ég er komin í stuð hver kannast ekki við "má bjóða þér brjóstsyk?" aaarrrgghhhh -þetta heitir brjóstsykur og þú býður t.d ekki öðrum syk í kaffið. Hér er brjóstsykur, um brjóstsykur, frá brjóstsykri til brjóstsykurs.
Jæja best að kveikja á ristabrauðsvélinni, loka dyrinni og horfa bara útum gluggarúðuna.