fimmtudagur, nóvember 10, 2005

 

Dekurhelgi

Nú á að dekra við sig. Búið að panta herbergi á Nordica Hótel um helgina og þar ætlum við skötuhjú að vera. Get ekki sagt annað en að ég sé orðin spennt fyrir því. Svo er þrítugsafmæli hjá Jónasi, dúllerí, bíó og pínku búðir.

Fór annars í frænkuklúbb í gær og ég er ennþá södd... úfff... þvílíkar kræsingar hjá henni Ásu minni. Kolla var að koma í fyrsta skiptið í frænkó enda nýflutt á eyjuna og henni leist ekkert á þetta; "er fermingarveisla hjá þér Ása ?" hehehehehehe - nokkuð gott. Gaman að hittast svona og halda sambandi. Gaman líka að sjá allar þessar Halloween skreytingar hjá henni Ásu... ekki er það eitthvað sem maður er vanur og skrýtið að sjá beinagrindur hangandi um veggi og draugakerti á borðum - flott.

Horfði á hræðilega mynd í gær og ég svaf illa í nótt fyrir henni (bjóst nú svo sem við því enda er það ekki óalgengt að svona myndir sitji lengi í mér), "The Amityville Horror".... díses hvað hún var hrikaleg og ógeðsleg en bara góð sko.

Svo er bara að renna í kaupstað á morgun og hafa það notalegt.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<