miðvikudagur, nóvember 23, 2005

 

Hulduslóð

Byrjaði á nýrri bók í gær "Hulduslóð" og hún er algjörlega að heltaka mig strax. Skrýtið hvað ein bók getur haft mikil áhrif á mann - mér fannst ég vera að horfa á atburðarásina í sjónvarpi ég lifði mig svo inní hana. Á stuttum tíma fann ég fyrir mikilli geðshræringu, reiði og svo láku tárin. Hlakka til að lesa meir í kvöld og takk Íris Dögg fyrir að benda mér á hana ;o)

Er svo með nokkrar í sigtinu fyrir jólin eins og "Það býr Íslendingur hér", "Óskilabarn 312" og svo er ég með Da Vinci lykilinn á náttborðinu en ég er eitthvað hrædd við hana... þori ekki að byrja á henni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<