fimmtudagur, nóvember 17, 2005

 

Ælupest

Frú Ælupest bankaði upp hjá okkur í gærkvöldi. Litla snúllan ældi í alla nótt og það var lítið sofið. Svo hún fengi eitthvað í kroppinn greyið þá gaf ég henni eplasafa í glas. Eitthvað hef ég verið rugluð í nótt þegar hún bað um eplasafa að ég setti óvart Gmjólk í glasið hennar og án þess að fatta það þá bendir hún mér á að hún vilji ekki mjólk, ég segi henni að þetta sé ekki mjólk en hún var nú alveg viss um það.... þá tók ég eftir því að ég hafði ruglast á Gmjólkinni og Eplasafanum - núna er ég með hálfgerðan svefngalsa í vinnunni og býst fastlega við því að detta í ælupest um helgina - þetta er víst bráðsmitandi andskoti.
Talandi um ælu... Jón Sigurðsson var að senda frá sér sinn annan disk við mikinn fögnuð frá mér, núna sést hann bera fyrir í sjónvarpi vælandi ástarsöngva og pirrandi mig, auk þess sem myndin á disknum hans minnir mig æ meir á Drakúla... án gríns... kíkið á umslagið (sjáið það vafalaust í auglýsingum) - þetta er Drakúla !!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<