föstudagur, nóvember 04, 2005

 

Voru álfar að verki...

Hver hefur ekki lent í því að vera að leita af einhverjum ákveðnum hlut og þá meina ég dauðaleit sko.... svo dúkkar bara hluturinn upp daginn eftir og þá þarf maður ekki lengur að nota hann.... Lenti í þessu á Þjóðhátíðinni... var alla helgina að leita eftir blokkflautunni minni, ætlaði sko aldeilis að vera fyndin og taka hana með mér niður í dal en aldrei fannst flautan góða, nema jú birtist ekki bara blokkflautan á þriðjudeginum eftir þjóðhátíð - ég tók þetta sem skýr skilaboð að blokkflautan átti aldrei að fara inn í dal.
....sagt er að álfarnir fái stundum hlutina að láni - á maður ekki bara að trúa því ?... það er nefnilega ótrúlegt hvað hluturinn birtist alltaf aftur beint fyrir framan nefið á manni.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<